Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 26
24
ÚRVAL
inálinu, þá komumst vér að
þeirri niðurstöðu, að þær eru
svo mjög tíðkaðar, bæði af dýr-
um og mönnum, að næstum má
telja þær líffæralegt (fysiolog-
iskt) fyrirbrigði. Dukes, fyrr-
verandi læknir Rugby-skólans,
fullyrti, að hundraðstala þeirra
skóladrengja, sem öðru hvoru
iðkuðu einfarir, hafi verið 90 til
95. Katharine Davies, læknir,
athugaði 1000 ameríska kven-
stúdenta, eldri en tuttugu og
eins árs. Af þeim iðkuðu 600
einfarir. Frekari rannsóknir
hennar leiddu í ljós, að stúlkur
byrja fyrr en drengir, og að
meðal fullorðinna eru einfarir
miklu tíðari hjá kvenfólki.
Það er því vert að gera sér
Ijóst þegar í byrjun, að einfarir
geta frekar talizt regla en und-
antekning. Af þeirri ástæðu
verðum vér að líta á þær sem
náttúrlegt fyrirbrigði, en ekki
sem vott spillingar. Sérfræðing-
ur á þessu sviði, Venture að
nafni, hefir jafnvel látið svo
um mælt, að einfarir sé „vísir-
inn að því, sem síðar verður
ást.“ Þær byrja stundum mjög
snemma, og einungis sem að-
ferð til að skapa líkamlega vel-
líðan, sem er jafn óskyld vitandi
kynferðisathöfn eins og að
klóra sér þar, sem mann klæjar.
Síðar kunna þær að öðlast nýtt
inntak, sem smám saman færist
í það horf að líkjast samförum.
Af þessari ástæðu leit Venture
á einfarir, ekki sem spillingu
eða synd eins og siðaprédikarar
og kennarar, heldur sem „nátt-
úrlegan farveg, sem farið er um.
til þess að öðlast hina hlýju og
göfuglyndu ást æskunnar, og
síðar hina rólegu og jákvæðu
ást hjónabandsins.“
Kretschner hefir síðar látið í
ljós sama álit: „Einfarir eru í
sjálfu sér ekki vottur spillingar,
heldur skaðlaust millistig á
þroskaferli heilbrigðrar kyn-
hvatar. Þær verka sem einskon-
ar öryggisloka, þegar hindran-
ir, sem óhjákvæmilega eru í
borgaralegu þjóðfélagi, meina
mönnum kynferðismaka. Ein-
farir geta aðeins talizt spilling,
þegar þær eru takmark í sjálfu
sér, þ. e., þegar þær öðlast meira
gildi en samfarir, og eru jafn-
vel teknar fram yfir þær.“
í þessu er allur sannleikur
fólginn. Sem millistig á kyn-
þroskaárunum eru einfarir nátt-
úrlegt fyrirbrigði, en sem var-
anlegt ástand eru þær óheil-
brigðar.
Meginhættan við einfarir er