Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 31
TITO, MARSKÁLKUK
29
Austur- og Mið-Evrópu til Spán-
ar, og mynduðu þar á fáum dög-
um harðskeytt baráttulið, sem
um skeið olli straumhvörfum í
styrjöldinni. Það var krafta-
verki líkast. Tito var einn þeirra
manna, sem leystu það af hendi.
Hann sá um leyniflutningana í
gegnum ítalíu, Austurríki, Sviss
og Frakkland, en eftir þeim
leiðum komu þúsundir sjálf-
boðaliða til Spánar. Starfsemi
þessi fór fram með mikilli leynd
og Tito var sífellt að skipta um
bækistöðvar. Nafn hans kom
aldrei í blöðunum.
í spænsku borgarastyrjöld-
inni hlaut Tito lokaundirbúning-
inn að því hlutverki, sem beið
hans í núverandi styrjöld. Að
vissu leyti má jafnvel segja, að
baráttan í Júgóslavíu, sem
hann stjórnar, sé beint fram-
hald af baráttu alþjóðaherdeild-
arinnar á Spáni. Þó að her Titos
berjist fyrst og fremst fyrir
þjóðfrelsi Júgóslavíu hefir hann
á sér alþjóðlegt snið. Kjör-
orð hans er: „Frelsi handa öll-
um þjóðum! Dauði yfir fasism-
ann!“ Sumir af herforingjum
Titos, eins og t. d. Kosta Nagy,
aðstoðarmaður hans, voru liðs-
foringjar í alþjóðaherdeildinni.
Alþjóðleg sjónarmið hafa frá
því fyrsta verið einkenni á her
Titos. Það var aldrei um það
spurt, hvort hermennimir væru
Serbar, Króatar,Slóvenar,Tékk-
ar eða Italir, og úr hinurn rússn-
eska her, sem Vlassov hershöfð-
ingi stofnaði með aðstoð Þjóð-
verja, strauk fjöldi hermanna,
sem gekk í lið með Tito. Nýlega
tóku að streyma til hans sjálf-
boðaliðar frá Norður-Italíu,
Ungverjalandi og Búlgaríu.
Hin pólitíska stjórn Titos er
á mjög breiðum grundvelli. Rót-
tækir byltingarsinnar starfa
þar við hlið eindreginna íhalds-
manna. Tito getur leyft sér
þetta, af því að hann veit, að
hið eina, sem haldið getur sam-
an jafn sundurleitum her, bæði
hvað þjóðemi og stjómmála-
skoðanir snertir, er hvíldarlaus
barátta. Reynsla tveggja borg-
arastyrjalda hefir kennt honum
þetta, og í því er fólginn styrk-
ur hans.
Tito er glæsilegasti núlifandi
fulltrúi þeirrar evrópísku bylt-
ingar, sem átti upptök sm í
Frakklandi árið 1789, kollvarp-
aði þrem keisaradæmum fyrir
tuttugu og fimm árum, fór síð-
an eldi um Spán og Frakkland,
og logar nú undir niðri í flest-
um löndum Evrópu. Hann ber