Úrval - 01.04.1944, Side 45
ÆVINTÝRI MEÐ OLlULITUM
43
legasti ávöxtur tilrauna minna
til að mála. Ef athyglinni er
einbeitt af nákvæmni og sam-
vizkusemi, þá fer ekki hjá því,
að það sem á strigann kemst
verður furðu svipað.
Þá öðlast listasöfnin aukna
eftirtekt manns. Þér sjáið,
hvemig meistarinn hefir auð-
velölega sigrazt á þeim örðug-
leilmm, sem þér voruð að stríða
við í gær. Þér skoðið snilldar-
verk málaralistarinnar með
meiri eftirtekt og skilningi.
Af tilviljun kynntist ég tveim-
ur málurum af hinum nýja,
franska málaraskóla, nemend-
um Césanne. Það var á afvikn-
um stað nálægt Marseille. Þeir
skoðuðu náttúruna í glaða titr-
andi ljósi, þar sem form og flet-
ir eru tiltöluleg aukaatriði, en
þar sem aðaláherzluna ber að
leggja á fagra samstillingu og
mótsetningu lita. Þegar hér var
komið sögu, hafði ég málað sæ-
inn flatan með iöngum, sléttum
strikum blandaðra lita. Nú fór
ég að reyna að sýna hann með
ótal smádeplum úr hreinum lit-
um. Sérhver þessara depla geisl-
ar ljósi, sem augað verður vart
við, án þess að það greini orsök-
ina. Athugið bláma hafsins.
Hvemig á að mála hann? Auð-
vitað ekki með neinum einum
lit, sem af mannshönd er gerð-
ur. Einasta leiðin til að ná þess-
um bláa ljósaleik er að líkja eft-
h- honum með f jölda smádepla,
hvern af sínum lit, svo að sam-
stilling þeirra líkist heildarsýn-
inni. Þetta er erfitt verk en hríf-
andi.
Einu sinni var mér sýnd mynd
eftir Césanne. Hún var af auð-
um húsvegg, sem hann hafði
lífgað hinu yndislegast Ijósi og
litum. Nú get ég oft skemmt
mér við það, þegar ég horfi á
vegg eða sléttan flöt, að greina
alla þá margvíslegu liti, sem út
úr honum má sjá, og einnig að
hugleiða, hvort þeir stafa af
endurskini eða eðlisáferð. Það
er furðulegt að sjá, hversu
margvíslegir litir geta verið í
hversdagslegustu hlutum.
Það er því augljóst mál, að
þeim leiðist ekki, sem eiga sér
litakassa að förunauti. Þeir
finna, hve margt er að sjá, og
hve tíminn er naumur.
Gaman er að athuga, hversh
minni er þýðingarmikið í mál-
aralist. Þegar Whistler rak mál-
araskóla í París, lét hann nem-
enduma athuga fyrirsætuna á
neðstu hæð, hlaupa síðan upþ
stiga og mála myndina. Eftir