Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 52
50
TJRVAL
hafizt fyrir alvöru fyrr en 10
árum síðar, þegar reikningar
Garantafélagsins í Hollandi,
sem var eitt hinna mörgu lepp-
félaga hans, voru látnir sýna
gífurlegar eignir, sem í raun-
inni voru alís ekki til. Bækur
félagsins voru svo kænlega fais-
aðar, að jafnvei nánustu sam-
starfsmenn grunaði ekki, hvað
var á seiði. Síðar kom í ijós, að
hallinn á reikningunum nam
hvorki meira né minna en
nærri fimm hundruð milljónum
króna. Kreuger kvað þetta
ekki koma að sök, því að hann
ætti miklu hærri upphæð í
fórum sínum í ítöiskum ríkis-
skuídabréfum og öðrum trygg-
um verðmæíum. Lét hann síðan
„jafna hallann“ með þeim. Um
þetta var ekki fengizt, enda
vissu menn ekki þá, að þessi
ítölsku ríkisskuldabréf voru
fölsuð. Var nafnverð þeirra
hvorki meira né minna en 700
milljón krónur.
1 höndum Kreugers voru
verðbréf þessi tiltölulega hættu-
laus vegna hins mikla láns-
trausts, er hann nauthvarvetna.
Hann setti þau aðeins að veði
fyrir lánum sínum eða lét þau
koma fram sem eignir félaga
sinrxa og gætti þess vel, að þau
kæmist aldrei í umferð á al-
mennum verðbréfamarkaði.
Þannig hélt Kreuger stöðugt
áfram hinum margþættu og
flóknum brellum sínum, án þess
nokkurn mann grunaði, hvernig
högum hans var í rauninni
komið. Hann fylgdist vel með.
viðskiptum sínum og hinum
furðulegu fjármálaklækjum,
enda var Kreuger maður skarp-
vitur, þaulkunnugur allri fjár-
málastarfsemi og stálminnugur.
Þó mun hann að lokum hafa
misst tökin á fjármáiabákni
sínu, einkum síðari árin,erhalla
tók undan fæti. Eigi að síður
héldu hlutabréf hans og skulda-
bréf fullu gengi og seldust
upp jafnskjótt og þau komu á
markaðinn. Skuldirnar jukust
jafnt og þétt í höfuðbókum
fyrirtækjanna, en hallinn var-
ávallt „jafnaður" með einhverj-
um dularfullum eignum, sem í
raun og veru voru hvergi til.
Kreuger notaði sjálfur of fjár
til eigin þarfa, auk gífurlegra
f járhæða í mútur og annan slík-
an kostnað. Vitað er og, aa
mikið fé fór í nauðungargjöld,
f járkúgun og hvers kyns þjófn-
að annan, einkum síðustu árin,
án þess að hann fengi að gert.
Jafnframt því sem skulda-