Úrval - 01.04.1944, Page 92
90
ÚRVAL
heldur í einn fót á krabba, ger-
ir hann skipulagsbundnar til-
raunir til að losa sig. Fyrst
reynir hann af öllum. mætti að
draga að sér fótinn, svo ýtir
hann með hinum fótunum á
höndina og loks beitir hann
klónum, En sama röð athafna
á sér stað hjá honum, þó að
búið sé að taka burtu heilann.
Krabbinn er þá orðinn að eins-
konar vél, því að við verðum
að gera ráð fyrir, að hann sé
tilfinningalaus og viðbrögðin
séu algerlega ósjálfráð. Af
þessu hljótum við að álykta,
að vitund hans eigi engan þátt
í þessari flóknu röð hreyfinga,
sem minna svo mjög á sjálfráð-
ar athafnir mannsins.
Það ætti að vera huggun öll-
um dýravinum, hve hlutverk
heilans er takmarkað hjá hin-
um óæðri dýrum. Summan af
sársauka alls lifandi er kannski
ekki eins mikil og okkur hættir
til að álíta, þegar við hugsum
um öll þau skorkvikindi, sem
við merjum og Iimlestum undir
fótum okkar. Vitund þessara
dýra er sljó, og sum þeirra virð-
ist algerlega skorta hæfileikann
til að skynja sársauka, Því að
sársaukinn er skilningarvit al-
veg eins og sjón og heym. Með
því er átt við, að tilvist ákveð-
inna taugafruma er nauðsynleg
til að hægt sé að skynja sárs-
auka, og að þau dýr, sem vant-
ar þessar frumur, geta auðvitað
ekki fundið sársauka. Þannig
virðist ástatt um skordýrin. Til
er skordýr, sem á það til að
étja af sjálfu sér, ef það rekur
munninn af tilviljun í sár, sem
það hefir fengið á bakhlutann
og hættir þá oft ekki fyrr en
allur bakhlutinn er uppétinn. Bý-
flugan virðist ekki vera tilfinn-
inganæm. Hún getur misst væn-
an bita af bakhlutanum, án þess
hún láti það nokkuð spilla
nautn sinni við neytzlu hun-
angsins. Það er ekki fyrr en
komið er að hryggdýrunum —
fiskunum, skriðdýmnum, fugl-
unum og spendýmnum — að
harmleikur lífsins byrjar fyrir
alvöru. Og fremst í þessiun
flokki er maðurinn — herra
jarðarinnar og píslarvottur.
Þegar rætt er um mannseðlið,
er nauðsynlegt að hafa hugfast,
að maðurinn er afkomandi dýr-
anna. Einkum er athyglisverð-
ur samanburður á skilningar-
vitum dýranna og mannsins, og
skemmtilegt að rekja þróunar-
feril þeirra frá fiskunum til
skriðdýranna, skriðdýrunum til