Úrval - 01.04.1944, Qupperneq 97
Stefna ræktunaraðferðir vestrænna menningar-
þjóða að því að eyðileggja —
Frjósemi jarðvegsins?
Úr bókinni „Cleanliness and Godliness",
eftir Reginald Reynolds.
t FRJÓSÖMUM fjalladal í
Mið-Asíu, á þeim slóðum þar
sem landamæri Indlands, Kína,
Afganistan og Rússlands mæt-
ast, býr lítill þjóðflokkur, sem
nefnist Hunzar. Hreysti þeirra
er viðbrugðið. Ferðamenn, sem
hafa séð þetta fólk, álíta, að
það sé heilsuhraustasta fólk í
heimi. Vísindamenn hafa gefið
furðulega skýringu á þessu fyr-
irbrigði, og þótt ótrúlegt kunni
að virðast, þá kemur áburður
þar við sögu.
Jarðyrkjan hjá Hunzum er
að sumra áliti fullkomnari en
dæmi eru til annars staðar, og
þeir neyta uppskerunnar að
mestu leyti í náttúrlegu ástandi.
Frjósemi jarðvegsins er mikil
og uppskeran auðug að máim-
söltum og fjörefnum.
Þeir nota að mörgu leyti
svipaðar ræktunaraðferðir og
Kínverjar og Tíbetbúar. Til
áburðar nota þeir allt, sem til
fellur af húsdýraáburði, græn-
metisúrgangi og jafnvel manna-
saur. Þessu er blandað saman
og það látið gerjast í sex mán-
uði og því næst er það borið á.
Uppskeran er ríkuleg — þó að
ekki sé notaður tilbúinn áburð-
ur, því að Hunzar þekkja hann
ekki. Plöntusjúkdómar eru þar
líka óþekktir. Mótstaða plantn-
anna gegn sýkingu er öflug, á
sama hátt og fólksins, sem lifir-
á þeim.
Enskir vísindamenn hafa með
tilraunum sýnt fram á, að hey,
sem ræktað er með tilbúnum
áburði, skortir B-fjörefni, en
það veldur aftur B-fjörefnis-
skorti hjá þeim dýrum, sem lifa
á slíku heyi. Ef þessum dýrum
er gefið hey, sem ræktað er með
húsdýraáburði, hverfa þau ein-
kenni, sem stafa af B-fjörefnis-
skorti.
Sir Albert Howard hefir gert
aðrar tilraunir í þessa átt á bú-
garði sínum í Indore í Indlandi,
með því að nota ræktunarað--