Úrval - 01.12.1952, Page 4

Úrval - 01.12.1952, Page 4
2 'O'RVAL gáfu eyjum þessum nafn. Kilda er sama orðið og íslenzka orð- ið kelda*. Fyrir ofan hafnar- víkina er lind þar sem eyjar- skeggjar fengu vatn. Á eftir norðmönnum byggðu keltar eyj- una; lind er á keltnesku tobar; gáfu þeir vatnsbóli sínu nafnið Tobar Childa og það heitir það enn í dag. Á hollenzku landa- korti frá 1666 er eyjan nefnd St. Kilda. Sennilegt er að lind- in hafi verið heilög, svonefnd Ólafskelda og þaðan sé komið nafnið Sankti Kilda. Boreray þýðir Borgarey og Soay Sauð- ey. Þar lifir enn fjárstofn, sem norrænir menn fluttu þangað. Það er mórautt fé, sem er ólíkt öllu öðru sauðfé, stofn sem haldizt hefur hreinn frá þvþ á víkingaöld. Á gráum vetrardegi sá ég St. Kilda rísa úr sæ eins og svarta ófreskju. Skipið staðnæmdist úti fyrir Village-Bay, vík aust- anmegin á eynni. I kíkinum gat ég greint grænt tún og 16 bæi sem lágu í hálfhring við ræt- ur fjalls. I víkinni er skjól fyrir norðan, vestan og sunnan- átt, en opið móti austri, og út- hafsöldur Atlantshafsins eiga þangað greiða leið. Sjómönnum stendur stuggur af sviftivind- unum ofan úr hæðunum og þok- ur eru tíðar. Öldum saman voru eyjarnar í eigu ættarinnar MacLeod of * 1 fornu máli uppspretta, sbr. ölkelda. — Þýð. MacLeods, en árið 1934 keyptí Bute lávarður þær. Hann hefur friðað fuglalífið þar. Þar verp- ir fimmti hluti af öllum hafsúl- um jarðarinnar, þriðjungur af fýlungum Stóra Bretlands og miljónir lunda. I hinni aldalöngu baráttu um St. Kilda bar náttúran sigur- orð af mönnunum. Árið 1930 gáfust hinir síðustu upp. Þeir yfirgáfu föðurleifð sína þar sem sulturinn hafði verið daglegur gestur og létu hana eftir vind- um hafsins og fuglum himins- ins. Lokaþáttur langrar harm- sögu var á enda. Samgöngur eyjarskeggja við umheiminn voru alla tíð stop- ular. Fæstir þeirra fóru lengra frá fæðingarstað sínum en 4 sjómílur — til Borgareyjar. Ef koma þurfti skilaboðum til lands voru golfstraumurinn og vestanvindurinn notaðir sem póstur. Bréfinu var stungið í holan trébút sem bundinn var við vatnsþéttan sauðskinnspoka og síðan fleygt í hafið. Þrjú af hverjum fimm bréfum komust þannig til skila. Tvisvar á ári kom þó bátur frá Skye-ey, einni af Suður- eyjum. Það var eigandinn sem sendi umboðsmann sinn til að innheimta landsskuldir og reka vöruskiptaverzlun við eyjar- skeggja, sem létu egg, fiður, dún, dúka o. fl. í staðinn fyrir mjöl, grjón, te, sykur, kartöfl- ur og útsæði. Fuglakjöt var helzta fæða eyjarskeggja og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.