Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 4
2
'O'RVAL
gáfu eyjum þessum nafn. Kilda
er sama orðið og íslenzka orð-
ið kelda*. Fyrir ofan hafnar-
víkina er lind þar sem eyjar-
skeggjar fengu vatn. Á eftir
norðmönnum byggðu keltar eyj-
una; lind er á keltnesku tobar;
gáfu þeir vatnsbóli sínu nafnið
Tobar Childa og það heitir það
enn í dag. Á hollenzku landa-
korti frá 1666 er eyjan nefnd
St. Kilda. Sennilegt er að lind-
in hafi verið heilög, svonefnd
Ólafskelda og þaðan sé komið
nafnið Sankti Kilda. Boreray
þýðir Borgarey og Soay Sauð-
ey. Þar lifir enn fjárstofn, sem
norrænir menn fluttu þangað.
Það er mórautt fé, sem er
ólíkt öllu öðru sauðfé, stofn
sem haldizt hefur hreinn frá
þvþ á víkingaöld.
Á gráum vetrardegi sá ég St.
Kilda rísa úr sæ eins og svarta
ófreskju. Skipið staðnæmdist
úti fyrir Village-Bay, vík aust-
anmegin á eynni. I kíkinum gat
ég greint grænt tún og 16 bæi
sem lágu í hálfhring við ræt-
ur fjalls. I víkinni er skjól
fyrir norðan, vestan og sunnan-
átt, en opið móti austri, og út-
hafsöldur Atlantshafsins eiga
þangað greiða leið. Sjómönnum
stendur stuggur af sviftivind-
unum ofan úr hæðunum og þok-
ur eru tíðar.
Öldum saman voru eyjarnar
í eigu ættarinnar MacLeod of
* 1 fornu máli uppspretta, sbr.
ölkelda. — Þýð.
MacLeods, en árið 1934 keyptí
Bute lávarður þær. Hann hefur
friðað fuglalífið þar. Þar verp-
ir fimmti hluti af öllum hafsúl-
um jarðarinnar, þriðjungur af
fýlungum Stóra Bretlands og
miljónir lunda.
I hinni aldalöngu baráttu um
St. Kilda bar náttúran sigur-
orð af mönnunum. Árið 1930
gáfust hinir síðustu upp. Þeir
yfirgáfu föðurleifð sína þar sem
sulturinn hafði verið daglegur
gestur og létu hana eftir vind-
um hafsins og fuglum himins-
ins. Lokaþáttur langrar harm-
sögu var á enda.
Samgöngur eyjarskeggja við
umheiminn voru alla tíð stop-
ular. Fæstir þeirra fóru lengra
frá fæðingarstað sínum en 4
sjómílur — til Borgareyjar. Ef
koma þurfti skilaboðum til
lands voru golfstraumurinn og
vestanvindurinn notaðir sem
póstur. Bréfinu var stungið í
holan trébút sem bundinn var
við vatnsþéttan sauðskinnspoka
og síðan fleygt í hafið. Þrjú af
hverjum fimm bréfum komust
þannig til skila.
Tvisvar á ári kom þó bátur
frá Skye-ey, einni af Suður-
eyjum. Það var eigandinn sem
sendi umboðsmann sinn til að
innheimta landsskuldir og reka
vöruskiptaverzlun við eyjar-
skeggja, sem létu egg, fiður,
dún, dúka o. fl. í staðinn fyrir
mjöl, grjón, te, sykur, kartöfl-
ur og útsæði. Fuglakjöt var
helzta fæða eyjarskeggja og