Úrval - 01.12.1952, Side 13

Úrval - 01.12.1952, Side 13
ÞRIÐJI TVlBURINN 11 Philippe svo líkir, að Joye rak í rogastanz. Hann gaf sig á tal við móður Ernst, sem þarna var viðstödd, og spurði hana hvort sonur hennar hefði fæðzt á fæð- ingardeildinni 4. júlí 1941. Frú Vatter játti því. Joyehjónunum varð nú órótt. Þau fóru til mikilsmetins lækn- is í bænum og leituðu álits hans. ,,Fjarstæöa“, sagði lækn- irinn. ,,Það kemur ekki fyrir nema í skáldsögum að býtti verða á ungbörnum.“ Tveim dögum seinna fór Joye með drengina sína til tannlækn- is. Þá kom í ljós að Philippe var aðeins með tvær framtennur í neðri góm í stað f jögurra. Paul hafði allar sínar. Viku seinna fór frú Joye í skólann og skoð- aði upp í Ernst. Hann var að- eins rneð tvær framtennur í neðri góm, alveg eins og Phil- ippe. Joyehjónin urðu nú hugsjúk, því að þau voru orðin sannfærð um að býtti hefðu orðið á börn- unum í fæðingardeildinni. Þau unnu drengjunum sínum hug- ástum og tilhugsunin um að senda Paul litla frá sér fannst þeim óbærileg. Þau fóru aftur til læknisins, og þegar hann heyrði um tenn- urnar runnu á hann tvær grím- ur. Hann ákvað hvað gera skyldi næst. Eineggja tvíburum fylgir aðeins ein fylgja þegar þeir fæðast, en tvíeggja tvíbur- um tvær. Það mundi standa í skýrslum fæðingardeildarinnar hvort fylgjan hefði verið ein eða tvær. Hafi hún verið ein, benti það ótvírætt til að Phil- ippe og Ernst væru tvíburar. Joye fór á fæðingardeildina. í skýrslum hennar stóð að fylgj- an hefði verið ein. Frú Joye komst í uppnám, en frú Vatter lét sig þetta engu skipta. Hún átti tíu ára dóttur auk Ernst. Hún hafði nýlega misst manninn sinn og Ernst var augasteinninn hennar, og henni kom það ekkert við hvort býtti hefðu orðið eða ekki. B’lestir bæjarbúar voru henni sammála. Börnin voru ham- ingjusöm, og var þá nokkur ástæða til að gera neitt í mál- inu? En Joyehjónin urðu að fá að vita vissu sína, ekki vegna þess að þau vildu skipta, heldur til að öðlast hugarró aftur. Auk þess krafðist nú læknirinn, sem áður hafði talið málið fjar- stæðu, að rannsókninni yrði haldið áfram. Blóðflokkarann- sókn var gerð á frú Vatter og börnum hennar og Joyehjónun- um og börnum þeirra. Sú rann- sókn sannaði ekkert, því að þau voru öll af sama blóðflokki. Mokkrum dögum seinna fóru báðar fjölskyldurnar til Genéve til að ná fundi hins víðkunna erfðafræðings A. Franceschetti prófessors og aðstoðarmanna hans, dr. F. Bamatter og dr. D. Klein. Þessi vitjun varð upp- haf að rannsóknum og eftir- grennslunum sem stóðu í átta mánuði og eru sennilega þær
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.