Úrval - 01.12.1952, Side 14
12
ÚRVAL
ítarlegustu og nákvæmustu af
þessu tagi í sögu læknisfræð-
innar.
Athugun á sjúkrakorti frú
Joye leiddi í ljós mikilvægt
sönnunaratriði. Þyngd tvíbur-
anna hafði verið breytt. Tví-
burar eru mjög sjaldan eins
þungir og einburar. Býttin á
Paul og Ernst höfðu orðið til
þess að hjúkrunarkonan, sem
var úrvinda af þreytu og svefn-
leysi, eins og fyrr er getið, hafði
breytt þyngdinni á kortinu úr
2470 grömm í 2180. Mátti
greinilega sjá útviskunina og
bæði nýju og gömlu töluna.
Línurit af starfsemi hjarta
og heila var tekið, höfuðkúp-
urnar röntgenmyndaðar og
samanburður gerður á kjálka-
holum, hljóðhimnum, lithimnu
augnanna og innri gerð þeirra.
Öll þessi próf bentu til að Ernst
og Philippe væru hinir réttu
tvíburar. Gáfnapróf benti í
sörnu átt. Ekkert af þessu gat
þó talizt óhrekjanleg sönnun.
Með rannsókn á Rh-þætti
blóðsins fékkst í rauninni
hin endanlega sönnun. Hún
leiddi í ljós, að frú Vatter gat
ekki verið móðir Ernst. Þessi
þáttur rannsóknarinnar var
talinn svo mikilvægur, að blóð-
sýnishorn voru send til rann-
sóknarstofa í New York, Lond-
on, París og Göttingen.
Eftir var þá eina algerlega
óyggjandi prófið, en það var
skinnágræðsla. Skinn er hægt
að flá af mjöðm manns og
græða það á handlegg hans
eða annarsstaðar, en skinn af
öðrum, jafnvel þótt um móður,
föður eða systkini sé að ræða,
grær ekki varanlega við. Það
visnar og dettur af eftir nokk-
urn tíma. Frá þessu er aðeins
ein undantekning: skinn er hægt
að flytja milli eineggja tvíbura.
Nú var flutt skinn á milli
drengjanna þriggja. Skinnpjötl-
urnar sem fluttar voru frá
Philippe á Ernst og frá Ernst
á Philippe greru við, en skinn-
pjötlurnar sem fluttar voru
milli Pauls og hinna tveggja
visnuðu og duttu af.
Þar með var rannsóknar- og
leynilögreglustarfinu lokið og
viðtók harmsaga hversdagsleik-
ans.
Hinn 1. júlí 1948 fór herra
Joye með Paul til frú Vatter
og tók í staðinn Ernst, sem var
fullur þverúðar og ófús að fara.
Enginn var ánægður með skipt-
in. Drengirnir voru orðnir sjö
ára og höfðu notið ástar og um-
hyggju á góðum heimilum.
,,Eg var blíð og ástúðleg við
Ernst, hvernig gat ég annað?“
sagði frú Joye við mig. „Hann
var eins og spegilmynd af Phil-
ippe. En Paul var, alveg án til-
iits til þess að býtti höfðu orð-
ið, fyrir mig barnið sem ég
hafði borið í heiminn. I huga
mínum sætti ég mig við hirm
rétta son minn, en í hjarta mínu
grét ég þann sem ég hafði
misst.“
Síðan þetta var eru liðin þrjú