Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 14

Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 14
12 ÚRVAL ítarlegustu og nákvæmustu af þessu tagi í sögu læknisfræð- innar. Athugun á sjúkrakorti frú Joye leiddi í ljós mikilvægt sönnunaratriði. Þyngd tvíbur- anna hafði verið breytt. Tví- burar eru mjög sjaldan eins þungir og einburar. Býttin á Paul og Ernst höfðu orðið til þess að hjúkrunarkonan, sem var úrvinda af þreytu og svefn- leysi, eins og fyrr er getið, hafði breytt þyngdinni á kortinu úr 2470 grömm í 2180. Mátti greinilega sjá útviskunina og bæði nýju og gömlu töluna. Línurit af starfsemi hjarta og heila var tekið, höfuðkúp- urnar röntgenmyndaðar og samanburður gerður á kjálka- holum, hljóðhimnum, lithimnu augnanna og innri gerð þeirra. Öll þessi próf bentu til að Ernst og Philippe væru hinir réttu tvíburar. Gáfnapróf benti í sörnu átt. Ekkert af þessu gat þó talizt óhrekjanleg sönnun. Með rannsókn á Rh-þætti blóðsins fékkst í rauninni hin endanlega sönnun. Hún leiddi í ljós, að frú Vatter gat ekki verið móðir Ernst. Þessi þáttur rannsóknarinnar var talinn svo mikilvægur, að blóð- sýnishorn voru send til rann- sóknarstofa í New York, Lond- on, París og Göttingen. Eftir var þá eina algerlega óyggjandi prófið, en það var skinnágræðsla. Skinn er hægt að flá af mjöðm manns og græða það á handlegg hans eða annarsstaðar, en skinn af öðrum, jafnvel þótt um móður, föður eða systkini sé að ræða, grær ekki varanlega við. Það visnar og dettur af eftir nokk- urn tíma. Frá þessu er aðeins ein undantekning: skinn er hægt að flytja milli eineggja tvíbura. Nú var flutt skinn á milli drengjanna þriggja. Skinnpjötl- urnar sem fluttar voru frá Philippe á Ernst og frá Ernst á Philippe greru við, en skinn- pjötlurnar sem fluttar voru milli Pauls og hinna tveggja visnuðu og duttu af. Þar með var rannsóknar- og leynilögreglustarfinu lokið og viðtók harmsaga hversdagsleik- ans. Hinn 1. júlí 1948 fór herra Joye með Paul til frú Vatter og tók í staðinn Ernst, sem var fullur þverúðar og ófús að fara. Enginn var ánægður með skipt- in. Drengirnir voru orðnir sjö ára og höfðu notið ástar og um- hyggju á góðum heimilum. ,,Eg var blíð og ástúðleg við Ernst, hvernig gat ég annað?“ sagði frú Joye við mig. „Hann var eins og spegilmynd af Phil- ippe. En Paul var, alveg án til- iits til þess að býtti höfðu orð- ið, fyrir mig barnið sem ég hafði borið í heiminn. I huga mínum sætti ég mig við hirm rétta son minn, en í hjarta mínu grét ég þann sem ég hafði misst.“ Síðan þetta var eru liðin þrjú
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.