Úrval - 01.12.1952, Side 16
Brennandi spuming fyrir
ástfangið æskufólk:
Á ástin að híða hjonabands?
Grein úr „The American Weekly“,
eftir dr. Marynia Famhanu
EG er ástfangin. Hvað á ég
að gera?“
Stúlkan sem spurði mig var
img, alvörugefin og í miklum
vandræðum. Hún kvaðst vera
viss um að þetta væri „sönn
ást“, sem og var. Hún sagðist
líka vera „siðprúð“ stúlka. Hún
hefði „verið með“ nokkrum
strákum, þegar hún var í
menntaskóla og kysst þá, en
nánari hefðu þau kynni aldrei
orðið. Nokkrum sinnum hefði
hún haldið að hún væri ástfang-
in, en tilfinningar hennar núna
væri allt öðruvísi.
Ást hennar til þessa pilts væri
sterkari og óviðráðanlegri en
nokkur önnur tilfinning, sem
hún hefði kynnzt. Tilfinningar
hans væru jafnsterkar. Hún var
19 ára, hann 20. Tilfinningar
þeirra sögðu þeim, að þau væru
reiðubúin að njóta ástarinnar,
en þau töldu sig of ung til að
giftast.
Hann lagði hart að henni, að
vera ekki „gamaldags", að láta
ekki ást þeirra bíða hjóna-
bandsins.
Hún vissi ekki hvað gera
skyldi. Þær siðareglur, sem hún
hafði alizt upp við, héldu aftur
af henni. En áfram knúði hana
óttinn við að lífið færi framhjá
henni, óttinn við að hún missti
piltinn, ef hún féllist ekki á það
sem hann taldi rétt og nauð-
synlegt, og svo tilfinningar
hennar sjálfrar, sem sögðu
lienni að ást hennar væri eins
heit og hans.
Það er eins ástatt fyrir þús-
undum heilbrigðra ungmenna,
sem verða ástfangin, og þessari
stúlku. Sérhver kynslóð hefur
sín vandamál við að etja. Æsk-
an sem nú er að alast upp, er
fyrri kynslóðum fremur knúin
til af kringumstæðunum, að
varpa af sér öllum hömlum. Hún
er alin upp í skugga styrjald-
ar, og við það los, sem jafnan
fer í kjölfar þeirra.
„Við elskum raunverulega
hvort annað. Af hverju eigum
við að bíða ? Kannski deyjum við
áður en við fáum tækifæri til
að kynnast lífinu,“ sagði piltur-
inn við hana.
„Hvað á ég að gera ? Er nokk-
urt vit í hinum gömlu siðaregl-