Úrval - 01.12.1952, Side 19
Hjátrúin er sannarlega
ekki útdauð enn.
Grein úr „Vor Viden“,
eftir dr. techn. Paul Bergsöe.
YIÐ skulum fyrst athuga
hvaða merkingu við leggj-
um í hugtakið „dauða hluti“.
Spyrjum við líffræðing, svarar
hann samstundis: annað hvort
er hluturinn lifandi eða dauð-
ur. Enginn vafi kemur þar til
greina, og ekkert er auðveldara
en að ganga úr skugga um
hvort eitthvað er lifandi eða
dautt. Spyrjum við eðlisfræð-
inginn og verkfræðinginn, verð-
ur svarið að nokkru leyti hið
sama, en þó svolítið öðruvísi
orðað. Hann greinir milli
tvennskonar dauðra efna:
þeirra efna sem alltaf hafa
verið dauð og þeirra sem einu
sinni voru lifandi. Grjót, sand-
ur og málmar eru dauðir hlut-
ir og hafa alltaf verið dauðir,
en það er til margt sem ein-
hverntíma hefur verið lifandi.
Já, meginhluti þeirra efna sem
maðurinn vinnur með og sem
eru í kringum hann voru einu
sinni lifandi. Gólffjalirnar eða
húsgögnin í stofunni, blaðið
sem ég skrifa á. Nú er þetta
allt dautt og orðið að gólffjöl-
um, húsgögnum og pappír. Ull-
in í fötunum var einu sinni lif-
andi frumur á sauðkind, sem
lifði friðsömu lífi á beitilandi
einhversstaðar í heiminum.
Þetta var álit skynsamra og
menntaðra manna, en ef við
spyrjum frumstætt fólk um álit
þess á dauðum hlutum, mun-
um við fá allt önnur svör.
Ýmislegt sem við köllum
dautt er í augum frumstæðra
manna lifandi. Iiinir undarleg-
ustu hlutir, hlutir sem oft eru
svo smáir að bera má þá utan
á sér, eru gæddir sérkennilegu
lífi. Þeim getur fylgt gæfa og
þessvegna verður að hugsa um
þá eins og þeir væru lifandi.
Sumir eru notaðir við veiðar,
aðrir á ferðalögum og enn aðr-
ir gegn sjúkdómum eða til að
heilla konur eða til einhvers sem
okkur er óskiljanlegt. Þessir
hlutir eru margs konar: tenn-
ur, bein, fjaðrir, steinar — að
því er virðist einskis verðir
hlutir — stundum hár, fingur
eða höfuð af óvini.
Við megum þó ekki halda að
þetta þekkist aðeins hjá ein-
staka frumstæðum þjóðum. Nei,
það er næstum sama hvar við
leitum, allsstaðar rekum við
3