Úrval - 01.12.1952, Side 25
TRÚIN A DAUÐA HLUTI
23
merkilega tilfinning sem við
köllum hjátrú hefur haldið velli
í árþúsundir, hún hefur verið
sorfin til og hresst við þegar
hún gat orðið valdhöfunum að
liði.
Stundum gerði fólkið upp-
reisn og hristi hjátrúna af sér,
en leifarnar sem eftir urðu
skutu róturn að nýju. Nýjar
tegundir hjátrúar eru sífellt að
skjóta upp kollinum, þær eru
dulbúnar svo að naumast er
hægt að greina hjátrúna undir
yfirborðinu. En auk hinna nýju
tegunda er hin ævaforna hjátrú
runnin okkur svo í merg og
blóð, að hæglega má finna hana
hjá næstum öllum sem eru nógu
heiðarlegir til að leyna ekki
innstu hugsunum sínum.
Sú var tíðin að frummenn-
irnir fylktu liði og fóru með
vígum á hendur nágrannaætt-
flokkum, tóku skurðgoð þeirra,
brutu bannhelgi þeirra og
drápu fólkið. Eftir að við höf-
um nú séð hve mikið er enn
eftir af frummanninum í okk-
ur öllum, þarf það ekki að vera
okkur undrunarefni þó að við
í trássi við siðmenningu okkar
látum stimdum undan sams-
konar hvötum.
Skotasaga.
MacAndrew var á ferðalagi í Ölpunum og leigði sér bíl til að
aka til hótelsins þar sem hann bjó. A leiðinni niður langa og
bratta brekku biluðu hemlarnir í bílnum allt í einu. Bílstjórinn
fórnaði upp höndunum og hrópaði: „Bremsurnar eru bilaðar og
ég get ekki stöðvað bílinn!“
MacAndrew hrópaði á móti æstur: „Stöðvið þá að minnsta
kosti gjaldmælinn, maður!“
— Pourquoi Pas?.
★
Nsegileg áminning.
Maður sem gefinn hafði verið fyrir sopann hætti skyndilega
að drekka og gerðist alger bindindismaður. Kunningi hans einn
spurði hann hvað hefði ráðið því að hann tók skyndilega þessa
ákvörðun.
„Ég skal segja þér það,“ sagði maðurinn. „Manstu i fyrra á
aðfangadag jóla þegar tengdamóðir min kom í heimsókn til
okkar ?
„Já?“
„Ég skal segja þér, þegar ég opnaði hurðina fyrir henni, sá
ég tvær tengdamæður standa fyrir utan.“
— Coronet.