Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 28
26
TÍRVAL,
8) Nota má banana sem kúa-
og svínafóður — annað hvort
þurrkaða með hýðinu eða úr-
gangsbanana. Einkum mætti
koma á fót mikilli svína- og
alifuglarækt í kringum hafnar-
borgir landsins, þar sem til-
fellur gnægð af úrgangsbanön-
um.
En Ecuador getur selt fleira
en banana. Einn morguninn
vöknuðu sendimenn FAO í
hafnarborginni Guayaqil við
megnan kakóilm, og þegar þeir
litu út um gluggann, sáu þeir
að göturnar voru dökkbrúnar.
Þær voru þaktar þykku lagi af
kaffi- og kakóbaunum. Ekki
varð séð að neinum þætti þetta
merkilegt, og brátt fengu sendi-
mennirnir að vita, að kakóút-
flytjendurnir þurrka baunirnar
á þennan frumstæða hátt. Þeir
leigja göturnar sem þurrkunar-
stæði og skilja aðeins eftir
mjóa gangvegi fyrir þá sem
leið eiga um göturnar.
FAO-mennirnir sáu á fyrstu
ferð sinni um landið, ýmislegt
fleira sem orðið getur lyfti-
stöng fyrir landsmenn. Á af-
skekktum stað var þeim eitt
sinn borinn ljúffengur aldin-
safi, sem þeir höfðu aldrei
bragðað fyrr. Það var naran-
jillasafi. Þeir báðu um að fá
að sjá nokkur naranjillatré og
urðu að fara hálfa aðra dag-
leið til þess. Síðan hefur þessi
sérkennilegur ávöxtur verið
rannsakaður nánar og eru menn
á einu máli um að hann sé
Ijúffengari en appelsínur. Nar-
anjillatréð vex víða villt, en
mest við landamærin í hlíð-
um Andesfjallanna. Engum
hefur til þessa hugkvæmzt að
rækta það, en nú á að hefja
kerfisbundna ræktun þess með
útflutning fyrir augum, og ef
til vill verður ekki langt að
bíða þess að við hér í Norður-
evrópu komumst í kynni við
þennan nýja ávöxt. Ef áætl-
anir FAO-mannanna komast
í framkvæmd er ekki að efa
að Ecuador bíður mikil og
glæsileg framtíð.
Annað tveggja.
— AnnaS hvort hef ég: skilið þig rétt, og þá er það ég, sem
hef á réttu að standa, eða þá að ég hef misskilið þig, og þá ert
það þú, sem veizt ekki hvað þú segir!
— Dagens Nyheter.
★
Norsk kvikmyndaleikkona: „Mér voru boðnir fimmtíu þúsund.
dollarar, ef ég vildi vera kyrr í Ameriku."
Maður frá Osló: „Kom það tilboð frá Ameríku eða Noregi?“
■— Filmjournalen.