Úrval - 01.12.1952, Page 30

Úrval - 01.12.1952, Page 30
28 ÚRVAL nam staðar á næsta bæ til að biðja konuna þar að koma með sér og halda á Donald meðan hann stýrði hestunum. Þegar þau höfðu ekið nokkra km skall á blindbylur. Arthur reyndi að snúa við, en sleða- förin voru fennt í kaf, og var því ekki um annað að ræða en halda áfram, þótt hvað eftir annað lægi við að sleðinn fyki um koll. Þegar verst gegndi fékk Don- ald krampa. Arthur gaf hestun- um lausan tauminn og sinnti ekki öðru en barninu. Þegar honum hafði tekizt að svæfa drenginn, voru skaflarnir orðn- ir svo háir, að hestarnir komust ekki lengra, Arthur fór út í bylinn og hvatti hestana, sem brutust með erfiðismunum áfram. Klukkan sex um morguninn greindi hann Ijós fram undan. Síðasta spölinn til þorpsins var Arthur svo ör- magna, að hann vissi naumast af sér. Þar var þeim veitt góð aðhlynning og síðan ekið í bíl eftir greiðförnum veginum til sjúkrahússins. Læknirinn mælt- ist til þess að Donald yrði skil- inn eftir á sjúkrahúsinu í nokkra daga til rannsóknar. ,,Það var erfitt fyrir mig að skilja litla fuglinn minn eftir einan,“ segir Arthur Morton. ,,En þegar ég sagði honum að ég kæmi fljótt aftur, kvaddi hann mig brosandi með kossi.“ Sjúkrahúsvist Donalds varð lengri en ætlazt var til í fyrstu. Hann fékk lungnabólgu og varð mikið veikur. En dvölin varð ánægjulegri eftir að móðir hans kom og færði honum nýja syst- ur. Það var meðan þau hjónin voru bæði á sjúkrahúsinu sem læknirinn sagði þeim að dreng- urinn væri með skemmd í heil- anum sem mundi ágerast — og hann mundi ekki lifa lengur en sex mánuði. Hann kvað þetta ólæknandi og stakk upp á að þau skildu Donald eftir á spítal- anum. En það tóku hjónin ekki í mál. Undir eins og Ella hafði náð sér eftir barnsburðinn, tóku þau Donald heim. Hann var þá farinn að fá tíð flogaveikisköst og átti svo erfitt með að kingja, að hann át sama og ekkert. Ella gaf honum ungbarnaf æðu og soðinn grjónamat og mat- aði hann með teskeið á 20 mín- útna fresti, og Donald fór að þyngjast svolítið aftur. Hann gat ekki gengið, en var fljótur að skríða, og milli kastanna var hann glaður og lék sér við syst- kini sín og foreldra. En þetta var aðeins stund- arbati. „Átakanlegast þessar vikur,“ segir Ella, „var að horfa upp á Donald, sem alltaf hafði verið hraustur og tápmikill, verða að ungbarni á ný. Litla systir hans var brátt farin að borða meira en hann.“ Að áliðnu sumri, þegar upp- skerunni var lokið, tóku Mor- tonshjónin spariskildingana sína og fóru með Donald frá einum lækni til annars í Saskatoon og
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.