Úrval - 01.12.1952, Page 30
28
ÚRVAL
nam staðar á næsta bæ til að
biðja konuna þar að koma með
sér og halda á Donald meðan
hann stýrði hestunum.
Þegar þau höfðu ekið nokkra
km skall á blindbylur. Arthur
reyndi að snúa við, en sleða-
förin voru fennt í kaf, og var
því ekki um annað að ræða en
halda áfram, þótt hvað eftir
annað lægi við að sleðinn fyki
um koll.
Þegar verst gegndi fékk Don-
ald krampa. Arthur gaf hestun-
um lausan tauminn og sinnti
ekki öðru en barninu. Þegar
honum hafði tekizt að svæfa
drenginn, voru skaflarnir orðn-
ir svo háir, að hestarnir komust
ekki lengra,
Arthur fór út í bylinn og
hvatti hestana, sem brutust með
erfiðismunum áfram. Klukkan
sex um morguninn greindi hann
Ijós fram undan. Síðasta spölinn
til þorpsins var Arthur svo ör-
magna, að hann vissi naumast
af sér. Þar var þeim veitt góð
aðhlynning og síðan ekið í bíl
eftir greiðförnum veginum til
sjúkrahússins. Læknirinn mælt-
ist til þess að Donald yrði skil-
inn eftir á sjúkrahúsinu í nokkra
daga til rannsóknar. ,,Það var
erfitt fyrir mig að skilja litla
fuglinn minn eftir einan,“ segir
Arthur Morton. ,,En þegar ég
sagði honum að ég kæmi fljótt
aftur, kvaddi hann mig brosandi
með kossi.“
Sjúkrahúsvist Donalds varð
lengri en ætlazt var til í fyrstu.
Hann fékk lungnabólgu og varð
mikið veikur. En dvölin varð
ánægjulegri eftir að móðir hans
kom og færði honum nýja syst-
ur. Það var meðan þau hjónin
voru bæði á sjúkrahúsinu sem
læknirinn sagði þeim að dreng-
urinn væri með skemmd í heil-
anum sem mundi ágerast — og
hann mundi ekki lifa lengur en
sex mánuði. Hann kvað þetta
ólæknandi og stakk upp á að
þau skildu Donald eftir á spítal-
anum. En það tóku hjónin ekki
í mál. Undir eins og Ella hafði
náð sér eftir barnsburðinn, tóku
þau Donald heim. Hann var þá
farinn að fá tíð flogaveikisköst
og átti svo erfitt með að kingja,
að hann át sama og ekkert.
Ella gaf honum ungbarnaf æðu
og soðinn grjónamat og mat-
aði hann með teskeið á 20 mín-
útna fresti, og Donald fór að
þyngjast svolítið aftur. Hann
gat ekki gengið, en var fljótur
að skríða, og milli kastanna var
hann glaður og lék sér við syst-
kini sín og foreldra.
En þetta var aðeins stund-
arbati. „Átakanlegast þessar
vikur,“ segir Ella, „var að horfa
upp á Donald, sem alltaf hafði
verið hraustur og tápmikill,
verða að ungbarni á ný. Litla
systir hans var brátt farin að
borða meira en hann.“
Að áliðnu sumri, þegar upp-
skerunni var lokið, tóku Mor-
tonshjónin spariskildingana sína
og fóru með Donald frá einum
lækni til annars í Saskatoon og