Úrval - 01.12.1952, Page 32
30
ÚRVAL
óbifanlega trú, sem borið hafði
þá yfir svo margan örðugan
hjalla, hlaut nú fyrstu umbun
sína. Ráðþrota og næstum aura-
laus sneri Morton sér til Hjálp-
arstöðvar fyrir ferðamenn og
bað menn þar að finna fyrir sig
prestinn. Hjálparstöðin hringdi
til blaðsins Los Angeles Times
eftir upplýsingum. Þegar rit-
stjórinn hafði heyrt sögu Mor-
tons, sendi hann blaðamann til
að aka honum á fund prestsins
í Costa Mesa.
Presturinn var að halda bæna-
samkomu í stóru tjaldi og stóð
fólk í biðröð fyrir utan í von
um að fá bót meina sinna. Þeg-
ar fólkið sá Morton, þreytuleg-
an og tekinn, með fársjúkt barn-
ið í fanginu, hleypti það honum
á undan inn í tjaldið. Prestur-
inn spurði engra spurninga, en
horfði rannsakandi í blá augu
drengsins og sá tærðan barns-
líkamann. „Sonur yðar þjáist
af alvarlegum heilasjúkdómi,"
sagði hann. „En glatið ekki von-
inni. Með trú á mátt guðs og
hjálp frá læknavísindunum mun
sonur yðar halda lífi.“ Og svo
bað hann guð að þyrma lífi
barnsins, en 2700 manns lutu
höfði á meðan. Donald brosti
í fyrsta sinn í margar vikur.
Eftir frásögnina í Los Ange-
les Times tóku bréf að streyma
til ritstjórans meðal annars frá
konu sem var læknir og barna-
sálfræðingur. Hún mælti með
kunnum skurðlækni í Pasadena,
dr. William T. Grant, sem bjarg-
að hefði lífi hennar eftir þriggja
ára örkuml af völdum höfuð-
meiðsla, og bauðst til að greiða
kostnaðinn. Morton kveðst aldr-
ei munu gleyma orðum læknis-
ins eftir skoðunina: „Ég held
þetta sé f jarri því að vera von-
laust — ef drengurinn lifir af
uppskurðinn."
Donald var fluttur í St. Luke
sjúkrahúsið í Pasadena og morg-
uninn eftir var hann skorinn
upp. Eftir marga klukkutíma
var honum ekið út úr skurð-
stofunni. Morton beið fyrir utan
og sá nú í fyrsta skipti ró og frið
í litla andlitinu, sem mánuðum
saman hafði verið markað sjúk-
dómi og kvölum. Margir erfiðir
dagar væru framundan, sagði
læknirinn. Gera þyrfti fleiri upp-
skurði og löng og kostnaðarsöm
sjúkrahúsvist biði hans — þó að
iæknarnir tækju ekki neina
þóknun.
Morton brosti og þrýsti hönd
hans þakklátur. „Ég veit ekki
hvar ég á að fá peningana — en
einhvernveginn skal það takast.
Eftir þetta kraftaverk er ekki
erfitt að trúa á annað krafta-
verk.“
Vegna sífelldra fyrirspurna
sendi læknirinn frá sér yfirlýs-
ingu: „Barnið þjáist af sub-
dural hydroma: tæri vökvinn
milli heilahimnanna var óeðli-
lega mikill og þrýsti á heilann.
I morgun var höfuðkúpan opn-
uð og létt á þrýstingnum hægra
og vinstra megin. Barnið þoldi
uppskurðinn vel.“