Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 32

Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 32
30 ÚRVAL óbifanlega trú, sem borið hafði þá yfir svo margan örðugan hjalla, hlaut nú fyrstu umbun sína. Ráðþrota og næstum aura- laus sneri Morton sér til Hjálp- arstöðvar fyrir ferðamenn og bað menn þar að finna fyrir sig prestinn. Hjálparstöðin hringdi til blaðsins Los Angeles Times eftir upplýsingum. Þegar rit- stjórinn hafði heyrt sögu Mor- tons, sendi hann blaðamann til að aka honum á fund prestsins í Costa Mesa. Presturinn var að halda bæna- samkomu í stóru tjaldi og stóð fólk í biðröð fyrir utan í von um að fá bót meina sinna. Þeg- ar fólkið sá Morton, þreytuleg- an og tekinn, með fársjúkt barn- ið í fanginu, hleypti það honum á undan inn í tjaldið. Prestur- inn spurði engra spurninga, en horfði rannsakandi í blá augu drengsins og sá tærðan barns- líkamann. „Sonur yðar þjáist af alvarlegum heilasjúkdómi," sagði hann. „En glatið ekki von- inni. Með trú á mátt guðs og hjálp frá læknavísindunum mun sonur yðar halda lífi.“ Og svo bað hann guð að þyrma lífi barnsins, en 2700 manns lutu höfði á meðan. Donald brosti í fyrsta sinn í margar vikur. Eftir frásögnina í Los Ange- les Times tóku bréf að streyma til ritstjórans meðal annars frá konu sem var læknir og barna- sálfræðingur. Hún mælti með kunnum skurðlækni í Pasadena, dr. William T. Grant, sem bjarg- að hefði lífi hennar eftir þriggja ára örkuml af völdum höfuð- meiðsla, og bauðst til að greiða kostnaðinn. Morton kveðst aldr- ei munu gleyma orðum læknis- ins eftir skoðunina: „Ég held þetta sé f jarri því að vera von- laust — ef drengurinn lifir af uppskurðinn." Donald var fluttur í St. Luke sjúkrahúsið í Pasadena og morg- uninn eftir var hann skorinn upp. Eftir marga klukkutíma var honum ekið út úr skurð- stofunni. Morton beið fyrir utan og sá nú í fyrsta skipti ró og frið í litla andlitinu, sem mánuðum saman hafði verið markað sjúk- dómi og kvölum. Margir erfiðir dagar væru framundan, sagði læknirinn. Gera þyrfti fleiri upp- skurði og löng og kostnaðarsöm sjúkrahúsvist biði hans — þó að iæknarnir tækju ekki neina þóknun. Morton brosti og þrýsti hönd hans þakklátur. „Ég veit ekki hvar ég á að fá peningana — en einhvernveginn skal það takast. Eftir þetta kraftaverk er ekki erfitt að trúa á annað krafta- verk.“ Vegna sífelldra fyrirspurna sendi læknirinn frá sér yfirlýs- ingu: „Barnið þjáist af sub- dural hydroma: tæri vökvinn milli heilahimnanna var óeðli- lega mikill og þrýsti á heilann. I morgun var höfuðkúpan opn- uð og létt á þrýstingnum hægra og vinstra megin. Barnið þoldi uppskurðinn vel.“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.