Úrval - 01.12.1952, Page 39
FALLBYSSUKÖNGAR OG KEISARAR
37
Það voru dýrlegir tímar fyrir
vopnaframleiðendur. í þýzka
frelsisstríðinu stóð Krupp við
Mið Napóleons til hins síðasta,
þótt hann væri þýzkur, en þegar
styrjöldinni var lokið og eftir-
spurn eftir vopnum minnkaði,
taldi Krupp sig eigi að síður
eiga tilkall til efnahagsaðstoðar
frá Berlín. Rauði þráðurinn í
þróun Kruppverksmiðjanna er
einmitt þessi: annarsvegar
markviss sókn til að ryðja sér
braut inn á alla markaði og
selja öllum, einnig óvinum
Þýzkalands, og hinsvegar þving-
unarráðstaf anir gagnvart þýzku
ríkisstjórninni til að hafa út úr
henni fé. I fyrstu bar sú við-
leitni að vísu ekki árangur. í
Berlín var veldi prússnesku
junkaranna óskorað, og þeir
voru á móti því að búa herinn
nýtízku vopnum, auk þess voru
þá betri vopnaframleiðendur í
Prússlandi en Krupp. Það var
ekki fyrr en 1859 að Krupp tókst
að brjóta ísinn og þá hefst sam-
vinnan við Hohenzollana. Hinn
lO.maí það ár fékk Krupp fyrstu
pöntun sína frá prússneska her-
málaráðuneytinu á 72 sexpunda
fallbyssum, og þessi pöntun var
fram komin fyrir áhrif ekki
minni manns en Vilhjálms krón-
prins, sem seinna lét hækka
pöntunina upp í 300 byssur —
en það var óhemjumagn á þeirra
tíma mælikvarða.
Hvernig atrikaðist þetta?'
Var Vilhjálmur — síðar prússa-
jkoxmngur og þýzfc.3r keisari —
var hann framsýnni en hernað-
arráðunautar hans? Vafalaust
ekki. En Alfred Krupp, aðalfor-
stjóri verksmiðjanna hafði sem
reiðmaður og áhugamaður um
hesta komizt í náin kynni við
nokkra áhrifamikla hirðmenn,
og gegnum þá komst hann i
persónuleg kynni við krónprins-
ins og vann trúnað hans með
því að segja honum frá frönsk-
um vopnapöntunum, sem hann
kvaðst af þjóðernisástæðum
helzt vilja komast hjá að af-
greiða, ef hann í staðinn gæti
fengið jafnstóra prússneska
pöntun. I grandaleysi gekk Vil-
hjálmur í gildruna. Hann hefði
átt að vita, að um sömu mundir
var Alfred Krupp að reyna að
selja vopn til Frakklands, þar
sem Napóleon III var einmitt
að vígbúa stórskotalið.
Ófriðartímabil 19. aldarinnar
var um þessar mundir að hefj-
ast. Tveim árum seinna hóf
Bismarck skeið sitt sem prúss-
neskur ríkiskanslari undir kjör-
orðinu að vandamál tímanna
yrðu ekki leyst með málæði og
samþykktum heldur með blóði
og járni. Þetta voru blómatímar
fyrir vopnaframleiðendur, en
Krupp komst að raun um, að
prússneska herstjórnin var ekki
leiðitöm. Roon hermálaráðherra
og von der Heydt verzlunar-
málaráðherra, sem báðir voru
íhaldssamir skriffinnar, voru
með réttu þeirrar skoðunar, að
Alfred Krupp væri ekki treyst-
andi, og veigruðu sér við að