Úrval - 01.12.1952, Síða 39

Úrval - 01.12.1952, Síða 39
FALLBYSSUKÖNGAR OG KEISARAR 37 Það voru dýrlegir tímar fyrir vopnaframleiðendur. í þýzka frelsisstríðinu stóð Krupp við Mið Napóleons til hins síðasta, þótt hann væri þýzkur, en þegar styrjöldinni var lokið og eftir- spurn eftir vopnum minnkaði, taldi Krupp sig eigi að síður eiga tilkall til efnahagsaðstoðar frá Berlín. Rauði þráðurinn í þróun Kruppverksmiðjanna er einmitt þessi: annarsvegar markviss sókn til að ryðja sér braut inn á alla markaði og selja öllum, einnig óvinum Þýzkalands, og hinsvegar þving- unarráðstaf anir gagnvart þýzku ríkisstjórninni til að hafa út úr henni fé. I fyrstu bar sú við- leitni að vísu ekki árangur. í Berlín var veldi prússnesku junkaranna óskorað, og þeir voru á móti því að búa herinn nýtízku vopnum, auk þess voru þá betri vopnaframleiðendur í Prússlandi en Krupp. Það var ekki fyrr en 1859 að Krupp tókst að brjóta ísinn og þá hefst sam- vinnan við Hohenzollana. Hinn lO.maí það ár fékk Krupp fyrstu pöntun sína frá prússneska her- málaráðuneytinu á 72 sexpunda fallbyssum, og þessi pöntun var fram komin fyrir áhrif ekki minni manns en Vilhjálms krón- prins, sem seinna lét hækka pöntunina upp í 300 byssur — en það var óhemjumagn á þeirra tíma mælikvarða. Hvernig atrikaðist þetta?' Var Vilhjálmur — síðar prússa- jkoxmngur og þýzfc.3r keisari — var hann framsýnni en hernað- arráðunautar hans? Vafalaust ekki. En Alfred Krupp, aðalfor- stjóri verksmiðjanna hafði sem reiðmaður og áhugamaður um hesta komizt í náin kynni við nokkra áhrifamikla hirðmenn, og gegnum þá komst hann i persónuleg kynni við krónprins- ins og vann trúnað hans með því að segja honum frá frönsk- um vopnapöntunum, sem hann kvaðst af þjóðernisástæðum helzt vilja komast hjá að af- greiða, ef hann í staðinn gæti fengið jafnstóra prússneska pöntun. I grandaleysi gekk Vil- hjálmur í gildruna. Hann hefði átt að vita, að um sömu mundir var Alfred Krupp að reyna að selja vopn til Frakklands, þar sem Napóleon III var einmitt að vígbúa stórskotalið. Ófriðartímabil 19. aldarinnar var um þessar mundir að hefj- ast. Tveim árum seinna hóf Bismarck skeið sitt sem prúss- neskur ríkiskanslari undir kjör- orðinu að vandamál tímanna yrðu ekki leyst með málæði og samþykktum heldur með blóði og járni. Þetta voru blómatímar fyrir vopnaframleiðendur, en Krupp komst að raun um, að prússneska herstjórnin var ekki leiðitöm. Roon hermálaráðherra og von der Heydt verzlunar- málaráðherra, sem báðir voru íhaldssamir skriffinnar, voru með réttu þeirrar skoðunar, að Alfred Krupp væri ekki treyst- andi, og veigruðu sér við að
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.