Úrval - 01.12.1952, Síða 40
38
ÚRVAL
stofna til vígbúnaðar til þess
eins að nágrannar Þýzkalands
fengju ekki þýzk vopn. En Vil-
hjálmur krónprins greip hvað
eftir annað í taumana, alltaf
jafntrúaður á fullyrðingar
Krupps, jafnvel eftir að prússar
þurftu, í stríðinu við Austurríki
1866, að berjast við óvin, sem
kom með fleiri kruppfallbyssur
til orustu en þeir sjálfir. Jafn-
framt hafði Krupp tekizt, fyrir
áhrif Vilhjálms, að fá hálfrar
miljónar dala ríkislán — sem
var geipifé í þá daga — gegn
tryggingu í vopnaafhendingum
síðar. Áratug síðar, eftir sigur-
inn í Frakklandi og eftir stjórn-
arkreppuna 1875, voru Krupp-
verksmiðjurnar orðnar stærsta
iðnaðarfyrirtæki Prússlands, og
á góðum vegi að verða það sem
Alfred Krupp hafði markvíst
stefnt að: „þjóðþrifafyrirtæki“
sem ríkið sótti til mest af vopn-
um sínum, en gat jafnframt selt
vopn til annarra landa til þess
að viðhalda framleiðslugetu
sinni óskertri þangað til að því
kæmi að þýzka ríkið þyrfti á
henni allri að halda.
Það voru Hohenzollarnir sem
höfðu rutt Krupp brautina. Kon-
ungseinveldið fékk á þann hátt
stuðning frá iðnaðarfjármagn-
inu. Hagsmunirnir voru gagn-
kvæmir. En seinna kom í ljós,
að Krupp hafði tekizt að skapa
sér öruggari fótfestu í Berlín en
keisarinn. Hann hafði gætt þess
að renna fleiri stoðum undir
fyrirtæki sitt. Dóttur sína hafði
hann gift æðsta prússneska em-
bættismanninum í forsætisráðu-
neytinu. Féhirðir keisarafjöl-
skyldunnar hafði verið kosinn í
stjórn verksmiðjanna. Áhrifa-
miklir prússneskir uppgjafaher-
foringjar fengu hóglífisstöður
hjá verksmiðjunum. Valdamiklir
embættismenn í Berlín fengu
stöður fyrir syni sína. Eftir fá-
eina áratugi var ekki einn ein-
asti valdamikill embættismaður
innan hers og utan, sem átti
ekki náinn ættingja í þjónustu
Krupps eða var ekki á einhvern
hátt háður honum. Jafnframt
hafði Krupp tekizt að bola burtu
næstum öllum keppinautum sín-
um. Og ekki aðeins það. Krupp
hafði með fégjöfum til áróðurs
tekið forustuna — að vísu aðeins
á bak við tjöldin — í baráttunni
fyrir því að gera Þýzkaland að
flotaveldi. Hin félagslegu tengsl
milli iðnaðarfjármagnsins í
stjórn hergagnaverksmiðjanna
og embættismannanna í Berlín
voru þegar farin að bera
ávöxt.
En útflutningur hergagna var
áfram mikilvægur þáttur í starf-
semi Krupps, og þá eins og nú
ruddi hann braut til pólitískra
áhrifa. Krupp varð eitt mikil-
vægasta verkfærið í heimsvalda-
baráttu þýzku stjórnarinnar,
jafnframt því sem verzlunar-
pólitík Krupps hafði iðulega
bein áhrif á valdapólitík stjórn-
arinnar. Hér skulu nefnd tvö
dæmi: Þegar Vilhjálmur II tók
málstað búanna fyrir aldamótin