Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 40

Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 40
38 ÚRVAL stofna til vígbúnaðar til þess eins að nágrannar Þýzkalands fengju ekki þýzk vopn. En Vil- hjálmur krónprins greip hvað eftir annað í taumana, alltaf jafntrúaður á fullyrðingar Krupps, jafnvel eftir að prússar þurftu, í stríðinu við Austurríki 1866, að berjast við óvin, sem kom með fleiri kruppfallbyssur til orustu en þeir sjálfir. Jafn- framt hafði Krupp tekizt, fyrir áhrif Vilhjálms, að fá hálfrar miljónar dala ríkislán — sem var geipifé í þá daga — gegn tryggingu í vopnaafhendingum síðar. Áratug síðar, eftir sigur- inn í Frakklandi og eftir stjórn- arkreppuna 1875, voru Krupp- verksmiðjurnar orðnar stærsta iðnaðarfyrirtæki Prússlands, og á góðum vegi að verða það sem Alfred Krupp hafði markvíst stefnt að: „þjóðþrifafyrirtæki“ sem ríkið sótti til mest af vopn- um sínum, en gat jafnframt selt vopn til annarra landa til þess að viðhalda framleiðslugetu sinni óskertri þangað til að því kæmi að þýzka ríkið þyrfti á henni allri að halda. Það voru Hohenzollarnir sem höfðu rutt Krupp brautina. Kon- ungseinveldið fékk á þann hátt stuðning frá iðnaðarfjármagn- inu. Hagsmunirnir voru gagn- kvæmir. En seinna kom í ljós, að Krupp hafði tekizt að skapa sér öruggari fótfestu í Berlín en keisarinn. Hann hafði gætt þess að renna fleiri stoðum undir fyrirtæki sitt. Dóttur sína hafði hann gift æðsta prússneska em- bættismanninum í forsætisráðu- neytinu. Féhirðir keisarafjöl- skyldunnar hafði verið kosinn í stjórn verksmiðjanna. Áhrifa- miklir prússneskir uppgjafaher- foringjar fengu hóglífisstöður hjá verksmiðjunum. Valdamiklir embættismenn í Berlín fengu stöður fyrir syni sína. Eftir fá- eina áratugi var ekki einn ein- asti valdamikill embættismaður innan hers og utan, sem átti ekki náinn ættingja í þjónustu Krupps eða var ekki á einhvern hátt háður honum. Jafnframt hafði Krupp tekizt að bola burtu næstum öllum keppinautum sín- um. Og ekki aðeins það. Krupp hafði með fégjöfum til áróðurs tekið forustuna — að vísu aðeins á bak við tjöldin — í baráttunni fyrir því að gera Þýzkaland að flotaveldi. Hin félagslegu tengsl milli iðnaðarfjármagnsins í stjórn hergagnaverksmiðjanna og embættismannanna í Berlín voru þegar farin að bera ávöxt. En útflutningur hergagna var áfram mikilvægur þáttur í starf- semi Krupps, og þá eins og nú ruddi hann braut til pólitískra áhrifa. Krupp varð eitt mikil- vægasta verkfærið í heimsvalda- baráttu þýzku stjórnarinnar, jafnframt því sem verzlunar- pólitík Krupps hafði iðulega bein áhrif á valdapólitík stjórn- arinnar. Hér skulu nefnd tvö dæmi: Þegar Vilhjálmur II tók málstað búanna fyrir aldamótin
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Úrval

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.