Úrval - 01.12.1952, Síða 44
42
ÚRVAL
verður enginn þrýstingur á vatn-
ið í glasinu ofan frá eða frá
hliðunum. En neðan frá, þar
sem pappaspjaldið er, þrýstir
loftið á spjaldið og það þrýstir
aftur á vatnið. Þú býst við að
vatnið steypist úr glasinu af því
að þyngdaraflið togar það nið-
ur. En þrýstingur loftsins á
spjaldið neðan frá er meiri en
aðdráttaraflið, sem togar í
vatnið, og af því að spjaldið fell-
ur þétt að barmi glassins svo
að ekkert loft kemst inn í það
til að þrýsta ofan á vatnið, er
eins og spjaldið sé „límt“ við
glasið.
En hvað skeður ef þú hleypir
svolitlu lofti inn? Reyndu það.
Ýttu með fingri á brún spjalds-
ins og hleyptu þannig tveim eða
þrem loftbólum inn. Meira þarf
ekki, vatnið steypist samstundis
úr glasinu.
„Fer í elíl og brennur ekki“.
Það er hægt að hita hluti á
ýmsa vegu. Ein aðferðin er sú
að leiða hitann. Dæmi: Leggðu
pening á vasaklút og strengdu
klútinn þétt utan um peninginn
þannig að klúturinn falli þétt að
annarri hlið hans. Hvað skeður
ef þú berð logandi sígarettu eða
eldspýtu að klútnum þar sem
hann er strengdur yfir pening-
inn? Þaðkviknarekki í klútnum,
eins og við hefði mátt búast.
Ef þú vilt sanna vantrúuðum
áhorfanda að klúturinn sé ekki
eldfastur, þá taktu þeninginn úr
honum og berðu eldinn að. Það
kernur undir eins gat á klútinn.
Peningurinn virðist á einhvern
dularfullan hátt koma í veg fyrir
að kviknað geti í klútnum..
Hvernig má það ske?
Hlutir þurfa að hitna upp að
vissu marki til þess að kviknað
geti í þeim, og er það kallað
brennslumark þeirra; er það
mjög breytilegt eftir því hver
hluturinn er. Þegar logandi eld-
spýtan er borin að klútnum
streymir hiti frá henni í klútinn
og í gegnum klútinn í peninginn.
Flestir málmar leiða hita miklu
betur en klútur. Hitinn frá eld-
spýtunni streymir svo ört út um
allan peninginn að klúturinn fær
ekki tóm til að hitna upp í
brennslumark sitt og þessvegna
kviknar ekki í honum.
Að breyta víni í vatn.
Þegar þú vilt losna við papp-
írsruslið í pappírskörfunni þinni
geturðu farið með það að húsa-
baki og brennt það þar. Hluti
af pappírnum breytist í ósýni-
lega lofttegund þegar hann sam-
einast súrefni loftsins við brun-
ann. Væri það ekki handhægt
að geta losnað við blekblett í
flík með því að láta hann sam-
einast súrefni og breytast þann-
ig í ósýnilegt efni? Það er ekki
hægt með því að brenna blett-
inn, því að þá brennur flíkin líka.
Við skulum gera það með því
að nota súrefni, ekki úr loftinu,
heldur úr vatni! Vatn er nefni-
lega samband af vetni og súr-
efni. 1 stað þess að setja blek-