Úrval - 01.12.1952, Side 47

Úrval - 01.12.1952, Side 47
GALDRAR EÐA VÍSINDI? 45 flatt, en efra borðið dálítið kúpt. Þegar vængurinn klýfur loftið (munið að það eru skrúfurnar sem draga flugvélina áfram), þarf loftstraumurinn sem fer fyrir ofan vænginn að fara lengri leið en loftstraumurinn sem fer undir hann, og verður þrýst- ingurinn þá minni fyrir ofan vænginn en neðan hann. Þetta á sinn þátt í því að halda flugvél- inni á lofti. Dansandi mölkúlur. Hefurðu nokkurn tíma séð mölkúlur (naftalínkúlur) dansa? Þú getur látið þær fá sér snún- ing með aðstoð kolsýru, sem leyst er upp í vatni. Bættu hálf um bolla af ediki út í hálft glas af vatni. Settu f jórar eða fimm mölkúlur í glasið. Þær sökkva af því að þær eru eðlis- þyngri en vatn. Hrærðu nú vandlega saman við vatnið einni teskeið af sódadufti. Sódaduftið gengur í samband við edikið og myndast þá kolsýra. í fyrstu leysist kolsýran upp í vatninu, en þegar það er orðið mettað af kolsýru taka að myndast kolsýrubólur í vatninu. Ból- urnar setjast utan á mölkúl- urnar. Þær auka flotmagn kúln- anna og þar kemur að lokum að þær verða léttari en vatnið og stíga hægt upp á yfirborðið. Bólurnar á þeim hluta mölkúl- unnar sem kemur upp úr vatn- inu springa. Sá hluti kúlunnar verður þá þyngri og hún veltur yfir sig. Við það springa enn fleiri loftbólur og þar kemur að lokum að mölkúlan sekkur aft- ur. En kolsýrumyndunin heldur áfram í vatninu, og brátt hefur safnast svo mikið af loftbólum á kúluna að nýju, að hún stígur upp á yfirborðið aftur. Þannig eru kúlurnar sífellt á hreyfingu, sumar á leiðinni upp, aðrar á leiðinni niður og er þetta sannkallaður hringdans. Þegar loftbólumyndunin er að mestu hætt, skaltu bæta í ediki ogsóda- dufti. Öðru fyrst. Ef ekki mynd- ast loftbólur, þá bættu hinu út í líka. Isbrella. Settu ísmola í vatn og spurðu gesti þína hvort þeir geti náð honum upp úr með tvinnaspotta, án þess að snerta molann með höndunum. Þeir munu sjálfsagt reyna að bregða spottanum utan um mol- ann, en munu fljótt komast að raun um að þannig er ekki hægt að ná honum upp úr. Nú kem- ur þú til með þekkingu þína á lögmálum náttúrunnar. Þú nærð þér í svolítið salt, vætir spott- ann vel í vatni, leggur hann of- an á ísmolann og stráir svolitlu salti ofan á molann þar sem spottinn liggur á honum. Svo bíðuður í hálfa mínútu og þegar þú tekur í spottann, hangir ís- molinn við hann! Hann fraus við molann af því að saltið bræddi fyrst svolítið af molanum og kældi vatnið niður fyrir frost- mark.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.