Úrval - 01.12.1952, Page 49
HINN SÆNSKI „STÁLAFI“
ekki hægt að banna honum að
aka eftir þjóðvegunum.
Það var ekki fj/rr en Hákans-
son hafði hjólað hátt á annað
hunarað kílómetra að frétta-
menn tóku að gefa honum
gaum. I kyrrláta smábænum
Luleá sá tíu ára snáði þennan
jólasvein í stuttbuxum og með
alpahúfu hjóla framhjá. „Nei,
sko!“ hrópaði snáðinn. „Þarna
fer stálafi!“ (Þessi nafngift
drengsins varð án efa til fyrir
áhrif frá myndasögunni Stál-
maðurinn, sem mjög er vinsæl
meðal barna í Svíþjóð eins og
víðar). Blaðaljósmyndari heyrði
upphrópun snáðans, tók mynd
af gamla manninum og sendi
hana ásamt hinni furðulegu
sögu til blaðs síns. Nafnið
festist við gamla rnanninn.
í nokkra daga stjakaði hið
furðulega líkamsafrek þessa
66 ára gamla vörubílstjóra al-
þjóðafréttum af forsíðum dag-
blaðanna í Svíþjóð. Hundruð
manna biðu hans við hverja
beygju á veginum. Hin virðu-
lega sænska þjóð, sem ekki er
gjarnt að fiíka tilfinningum
sínum, hreifst af dáð hans og
var enginn feiminn að láta þá
hrifningu í ljós. Fréttakvik-
myndir, dagblöð og útvarps-
fréttamcnn fylgdust með hverri
hreyfingu gamla mannsins og
bergmáluðu hvert orð sem hann
sagði.
Á hverju kvöldi stigu hjól-
reiðakeppendurnir af baki og
livíldu sig yfir nóttina, en afi
47
gamli steig hjól sitt þrjá daga
og þrjár nætur án þess svo mik-
ið sem blunda. Þegar hann nam
staðar til að hvíla sig í fyrsta
sinn, lét hann sér nægja þriggja
stunda blund á trébekk í lög-
reglustöð lítils bæjar. Svo hjól-
aði hann af stað aftur. Hann
borðaði ekki reglulegar máltíð-
ir, en af aðdáendum á leiðinni
þáði hann kaffi, kökur og trönu-
ber, sem hann borðaði stand-
andi á þjóðveginum.
Eftir að frásögnin af ferð-
um stálafa var orðin helzta
fréttaefni dagblaðanna, fóru
blöðin einnig að segja frá ævi
gamla mannsins, ogsænskaþjóð-
in fékk að vita að Gustaf Hák-
ansson hefði ekki byrjað hjól-
reiðar fyrr en hann var kominn
á fimmtugsaldur. Fram að þeim
tíma hafði hann verið of önn-
um kafinn við að vinna fyrir
fjölskyldu sinni sem landbún-
aðarverkamaður og vörubíl-
stjóri. En þegar börnin hans tíu
voru komin á legg sagði hann
dag nokkurn við konu sína:
,,Ég ætla að skreppa norður til
Lapplands. Mig langar til að sjá
miðnætursólina. “
Konan hans benti honum á
að til þess hefði hann enga pen-
inga. En hann sagði: „Eg þarf
ekki nema reiðhjól og tvo sterka
fætur.“ Og með drykkjarbelg
og eitt brauð í nesti og regn-
kápu til hlífðar steig hann á
bak og hélt í norður. Hann
komst norður fyrir heimsskauts-
baug og dvaldi þar um sumar-