Úrval - 01.12.1952, Síða 49

Úrval - 01.12.1952, Síða 49
HINN SÆNSKI „STÁLAFI“ ekki hægt að banna honum að aka eftir þjóðvegunum. Það var ekki fj/rr en Hákans- son hafði hjólað hátt á annað hunarað kílómetra að frétta- menn tóku að gefa honum gaum. I kyrrláta smábænum Luleá sá tíu ára snáði þennan jólasvein í stuttbuxum og með alpahúfu hjóla framhjá. „Nei, sko!“ hrópaði snáðinn. „Þarna fer stálafi!“ (Þessi nafngift drengsins varð án efa til fyrir áhrif frá myndasögunni Stál- maðurinn, sem mjög er vinsæl meðal barna í Svíþjóð eins og víðar). Blaðaljósmyndari heyrði upphrópun snáðans, tók mynd af gamla manninum og sendi hana ásamt hinni furðulegu sögu til blaðs síns. Nafnið festist við gamla rnanninn. í nokkra daga stjakaði hið furðulega líkamsafrek þessa 66 ára gamla vörubílstjóra al- þjóðafréttum af forsíðum dag- blaðanna í Svíþjóð. Hundruð manna biðu hans við hverja beygju á veginum. Hin virðu- lega sænska þjóð, sem ekki er gjarnt að fiíka tilfinningum sínum, hreifst af dáð hans og var enginn feiminn að láta þá hrifningu í ljós. Fréttakvik- myndir, dagblöð og útvarps- fréttamcnn fylgdust með hverri hreyfingu gamla mannsins og bergmáluðu hvert orð sem hann sagði. Á hverju kvöldi stigu hjól- reiðakeppendurnir af baki og livíldu sig yfir nóttina, en afi 47 gamli steig hjól sitt þrjá daga og þrjár nætur án þess svo mik- ið sem blunda. Þegar hann nam staðar til að hvíla sig í fyrsta sinn, lét hann sér nægja þriggja stunda blund á trébekk í lög- reglustöð lítils bæjar. Svo hjól- aði hann af stað aftur. Hann borðaði ekki reglulegar máltíð- ir, en af aðdáendum á leiðinni þáði hann kaffi, kökur og trönu- ber, sem hann borðaði stand- andi á þjóðveginum. Eftir að frásögnin af ferð- um stálafa var orðin helzta fréttaefni dagblaðanna, fóru blöðin einnig að segja frá ævi gamla mannsins, ogsænskaþjóð- in fékk að vita að Gustaf Hák- ansson hefði ekki byrjað hjól- reiðar fyrr en hann var kominn á fimmtugsaldur. Fram að þeim tíma hafði hann verið of önn- um kafinn við að vinna fyrir fjölskyldu sinni sem landbún- aðarverkamaður og vörubíl- stjóri. En þegar börnin hans tíu voru komin á legg sagði hann dag nokkurn við konu sína: ,,Ég ætla að skreppa norður til Lapplands. Mig langar til að sjá miðnætursólina. “ Konan hans benti honum á að til þess hefði hann enga pen- inga. En hann sagði: „Eg þarf ekki nema reiðhjól og tvo sterka fætur.“ Og með drykkjarbelg og eitt brauð í nesti og regn- kápu til hlífðar steig hann á bak og hélt í norður. Hann komst norður fyrir heimsskauts- baug og dvaldi þar um sumar-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.