Úrval - 01.12.1952, Side 50
48
ÚRVAL.
ið. Hafði hann ofan af fyrir sér
með því að grípa til hendi á
bóndabæjunum. Þegar dagarnir
fóru að styttast hélt hann aft-
ur heim á leið á hjólinu. I mörg
ár á eftir hafði hann yndi af
að segja vinum sínum á dimm-
um vetrarkvöldum frá hinni
undursamlegu sumarfegurð í
landi miðnætursólarinnar.
í miðri keppninni bárust
Hákansson tilmæli frá blaðinu
Dagens Nyheter um að skrifa
daglega dálk í blaðið um keppn-
ina. Hákansson féllst á það.
Honum var öllu óhætt, hann var
mörgum klukkutímum á undan
hinum keppendunum, sem
eyddu tíma í að sofa. Milli
þorpanna, þar sem næði var
fyrir forvitnum aðdáendum,
settist hann í grasið, tók upp
vasabókina sína og hripaði
niður hugsanir sínar.
Á fjórða degi keppninnar,
þegar hann hafði unnað sér alls
fimm tíma svefns, skrifaði
hann: ,,Mér hefur aldrei liðið
betur á ævinni en nú. Hvernig
getur nokkur maður verið
þreyttur sem alla tíð er um-
kringdur góðvild og mann-
gæzku? Ég mæti allsstaðar
indælis fólki. Og ungu stúlkurn-
ar eru svo fallegar! Ég hef un-
un af að horfa á þær. Ég gæti
verið afi þeirra allra.“
I Söderhamn, þar sem leiðin
var hálfnuð, féllst hann loksins
á að láta lækni athuga sig, fyrir
vinsamleg tilmæli lögreglunnar.
Allt var í lagi. Æðasláttur og
hjarta eðlilegt og engin merki
um þreytu.
Stálafi hefði getað náð miklu
betri tíma, ef hann hefði haft
bílfylgd eins og hinir keppend-
urnir. Bílar ruddu veginn fyrir
þá, en hann varð fyrir sífelldum
töfum af vöídum fólksbíla og
stórra vörubíla. ,,En ég kvarta
ekki“, skrifaði hann. ,,Ég skal
verða á undan þeim öllum“.
Sex dögum, 14 stundum og
20 mínútmn eftir að hann lagði
af stað — og fulluni sólahring
á undan hinum keppendunmn —
kom hann að marki. Á leiðinni
hafði hann sofið samtals 10:
stundir.
I Ystad fögnuðu honum þús-
undir manna af stjórnlausri
hrifningu. Lúðrasveit bruna-
liðsins lék sigurmarsa og rnann-
fjöldinn stráði yfir hann blóm-
um þegar hann faðmaði að sér
konuna sína. Því næst bar fólkið
hann á gullstól til lögreglu-
stöðvarinnar þar sem ljósmynd-
arar tóku af honum myndir.
Gjafir streymdu til hans, þar
á meðal rúmdýnur og nokkrir
tugir hægindastóla, svo að hann
gæti fengið sér ærlega hvíld á
eftir.
Viku síðar ók stálafi í dýr-
indis bíl til konungshallarinnar
og sat sonur hans einn við stýr-
ið. Hann hafði verið boðaður á
fund konungs.
Að sjálfsögðu hlaut stálafi
ekki 5000 króna verðlaunin. En
frá reiðhjóla-, bifhjóla- og
bifreiðaframleiðendum fékk