Úrval - 01.12.1952, Síða 50

Úrval - 01.12.1952, Síða 50
48 ÚRVAL. ið. Hafði hann ofan af fyrir sér með því að grípa til hendi á bóndabæjunum. Þegar dagarnir fóru að styttast hélt hann aft- ur heim á leið á hjólinu. I mörg ár á eftir hafði hann yndi af að segja vinum sínum á dimm- um vetrarkvöldum frá hinni undursamlegu sumarfegurð í landi miðnætursólarinnar. í miðri keppninni bárust Hákansson tilmæli frá blaðinu Dagens Nyheter um að skrifa daglega dálk í blaðið um keppn- ina. Hákansson féllst á það. Honum var öllu óhætt, hann var mörgum klukkutímum á undan hinum keppendunum, sem eyddu tíma í að sofa. Milli þorpanna, þar sem næði var fyrir forvitnum aðdáendum, settist hann í grasið, tók upp vasabókina sína og hripaði niður hugsanir sínar. Á fjórða degi keppninnar, þegar hann hafði unnað sér alls fimm tíma svefns, skrifaði hann: ,,Mér hefur aldrei liðið betur á ævinni en nú. Hvernig getur nokkur maður verið þreyttur sem alla tíð er um- kringdur góðvild og mann- gæzku? Ég mæti allsstaðar indælis fólki. Og ungu stúlkurn- ar eru svo fallegar! Ég hef un- un af að horfa á þær. Ég gæti verið afi þeirra allra.“ I Söderhamn, þar sem leiðin var hálfnuð, féllst hann loksins á að láta lækni athuga sig, fyrir vinsamleg tilmæli lögreglunnar. Allt var í lagi. Æðasláttur og hjarta eðlilegt og engin merki um þreytu. Stálafi hefði getað náð miklu betri tíma, ef hann hefði haft bílfylgd eins og hinir keppend- urnir. Bílar ruddu veginn fyrir þá, en hann varð fyrir sífelldum töfum af vöídum fólksbíla og stórra vörubíla. ,,En ég kvarta ekki“, skrifaði hann. ,,Ég skal verða á undan þeim öllum“. Sex dögum, 14 stundum og 20 mínútmn eftir að hann lagði af stað — og fulluni sólahring á undan hinum keppendunmn — kom hann að marki. Á leiðinni hafði hann sofið samtals 10: stundir. I Ystad fögnuðu honum þús- undir manna af stjórnlausri hrifningu. Lúðrasveit bruna- liðsins lék sigurmarsa og rnann- fjöldinn stráði yfir hann blóm- um þegar hann faðmaði að sér konuna sína. Því næst bar fólkið hann á gullstól til lögreglu- stöðvarinnar þar sem ljósmynd- arar tóku af honum myndir. Gjafir streymdu til hans, þar á meðal rúmdýnur og nokkrir tugir hægindastóla, svo að hann gæti fengið sér ærlega hvíld á eftir. Viku síðar ók stálafi í dýr- indis bíl til konungshallarinnar og sat sonur hans einn við stýr- ið. Hann hafði verið boðaður á fund konungs. Að sjálfsögðu hlaut stálafi ekki 5000 króna verðlaunin. En frá reiðhjóla-, bifhjóla- og bifreiðaframleiðendum fékk
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.