Úrval - 01.12.1952, Page 52
50
tmVAL
fyrir yður sem listamann að þér
hafið lifað í útlegð síðan 1945.
Casals: Það tvennt er alveg
óskylt. En leyfið mér fyrst að
leiðrétta yður. Ég yfirgaf land
mitt endanlega 1938. Sem lista-
maður hætti ég að láta til mín
heyra 1945. Um hina rökfræði-
legu mótsögn vil ég segja þetta:
tónlist mín skiptir ekki mestu
máli nú á þessum sorglegu tím-
um. Hún verður að þoka fyrir
vandamálum hinnar ólánsömu
þjóðar minnar.
Hambleton: Og þetta tvennt
er ekki í neinu sambandi hvort
við annað?
Casals: Nei, alls engu. I tón-
listinni eru mér gefnir hæfileik-
ar, það er allt og sumt; ég get
lagt þá til hliðar. En sem maður
verð ég að breyta á þann eina
hátt sem ég get. Það er tak-
markað sem ég get gert fyrir
land mitt: ég á ekki annað að
bjóða en tónlist mína, og þegar
til minna kasta kom var hið
eina sem ég gat gert að leggja
hana til hliðar í mótmælaskyni.
Hambleton: En þér leikið
opinberlega í Prades.
Casals: Ég á heima þar. Ég
leik fyrir þá sem koma til mín,
en ég leik hvergi annars stað-
ar. Eg hef margoft komið til
Englands, og ég á marga góða
vini þar. Það hryggir mig að ég
skuli ekki geta haldið áfram
að heimsækja þá. Mér er svo
rík í minni virðing þeirra fyrir
frelsi einstaklingsins og virðu-
leik mannsins. Eg veit að þessi
arfleifð er víðkunn, en mér
finnst að á vorum tímum verði
aldrei lögð á hana nógsamlega
rík áherzla. Ég minnist á Eng-
lancl af því að það var eftir
síðustu komu mína þangað að
ég tók ákvörðun um að fórna
tónlistinni. Það er ekki ýkja-
iangt síðan englendingar stóðu
einir í baráttunni við einræðis-
stefnu Þýzkalands. Þeir voru
ekki aðeins að verja menningu
sína og lífsskoðun, heldur einn-
ig sjálfan tilverurétt menning-
arinnar í gamla heiminum. Eg
dró mig í hlé og hvarf hingað
til þessa litla þorps í frönsku
Katalóníu til að mótmæla ein-
ræðisstefnunni sem hefur lagt
hramm sinn á land mitt.
Hambleton: Og ekkert hefur
síðan skeð sem gæti fengið yð-
ur til að rjúfa þögnina?
Casals: Fjarri því. Alltaf síð-
an, og jafnvel nú, er reynt að
þegja sannleikann í hel og koma
í veg fyrir að fólk sjái hlutina
í réttu ljósi. En staðreyndirnar
breytast ekki. Einræði heldur
áfram að vera einræði. Einkum
ber á því í Bandaríkjunum, að
menn komi með alrangar full-
yrðingar um ástandið á Spáni.
Hambleton: Einstaka menn
kannski, en áreiðanlega ekki
margir.
Casals: Ef til vill ekki, en
áhrif þeirra eru mikil. Þeir
segja. að spánverjar séu af-
skiptalausir um hið spillta
stjórnarfari landsins; að þeir
séu of stoltir til að þiggja er-