Úrval - 01.12.1952, Side 53

Úrval - 01.12.1952, Side 53
PAPLO CASALS í ÚTLEGÐ 51 lenda hjálp til að fá frelsi sitt. Verst er þó sú fullyrðing, að spánverjar séu eina evrópuþjóð- in, sem sé staðráðin í að verja vestræna menningu. Hvernig geta þeir varið vestræna menn- ingu án þess að njóta frelsis sjálfir? Hvaðan koma þessar furðulegu staðhæfingar ? Hambleton: Spánverjar sjálf- ir ættu vissulega að geta svarað þeim? Casals: Hvernig? Allir vita, að eina ráðið til að komast að raun um skoðanir þjóðar er að gefa henni málfrelsi. Ef þjóð minni væri gefið aftur mál- frelsi, myndi koma í ljós að stuðningsmenn einræðisins eru sáraíair. Hambleton: Heima á Spáni, eða 1 útlegð eins og þér? Casals: Mjög fáir á Spáni og enginn í útlegð. En nú verð ég að geta þess sem ég hef alla tíð lagt áherzlu á: ég er ekki stjórnmálamaður. Ég er ekki hæfur til að ráða skoðunum annarra, en ég er ekki reiðubú- inn að sætta mig við ranglætið. Ég mótmæli í nafni samvizk- unnar. Hambleton: Ég hef verið að leita að sambandinu milli lífs yðar sem tónlistarmanns og afstöðu yðar til þessara mála. kannski er það þama. Casals: Ef ég á mér lífsskoð- un sem spennir yfir hvoru- tveggja, þá er hún þessi: öllum mönnum er nauðsynlegt, eink- um þó á þessum ólánstímum, að komast að heiðarlegri niður- stöðu og breyta á heiðarlegan hátt í samræmi við hana. Ég væri að svíkjast undan skyldu, ef ég þegði um ástandið í landi mínu. Spænska borgarastyrj- öldin var mögnuð af erlendri íhlutun; allir heiðarlegir menn verða að viðurkenna, að ein- ræðissinnar, sem báru sigur af hólmi með hjálp Hitlers og Mussolini, eru ekki hinir réttu menn til að innleiða að nýju umburðarlyndi í landi okkar. Hambleton: En þér eruð katalóníumaður. Eru ekki katalóníumenn næstum sérstök þjóð? Casals: Ég ann Katalóníu, fæðingarhéraði mínu mjög, en sú ást útilokar ekki bróðurþel mitt til spánverja í öðrum hlut- um landsins. Katalónsk menn- ing og tunga fær ekki að dafna því að stjórnin hefur lokað öll- um katalónskum menningar- stofnunum og bannað katalónsk blöð. Sameinuðu þjóðirnar for- dæma sérhverja tilraun til að útrýma menningu kynþátta; hvað segir heimurinn um þess- ar ofsóknir gagnvart aldagam- alli tungu og menningu? Hambleton: En þér segið að yfirgnæfandi meirihluti spán- verja sé á móti stjórninni. Casals: Já, en mótspyrna þeirra má sín einskis því að menn, sem telja sig verjendur frelsis og lýðræðis, styðja spænsku einræðisstjórnina. Eg get ekki ímyndað mér meiri
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.