Úrval - 01.12.1952, Page 53
PAPLO CASALS í ÚTLEGÐ
51
lenda hjálp til að fá frelsi sitt.
Verst er þó sú fullyrðing, að
spánverjar séu eina evrópuþjóð-
in, sem sé staðráðin í að verja
vestræna menningu. Hvernig
geta þeir varið vestræna menn-
ingu án þess að njóta frelsis
sjálfir? Hvaðan koma þessar
furðulegu staðhæfingar ?
Hambleton: Spánverjar sjálf-
ir ættu vissulega að geta svarað
þeim?
Casals: Hvernig? Allir vita,
að eina ráðið til að komast að
raun um skoðanir þjóðar er að
gefa henni málfrelsi. Ef þjóð
minni væri gefið aftur mál-
frelsi, myndi koma í ljós að
stuðningsmenn einræðisins eru
sáraíair.
Hambleton: Heima á Spáni,
eða 1 útlegð eins og þér?
Casals: Mjög fáir á Spáni og
enginn í útlegð. En nú verð ég
að geta þess sem ég hef alla tíð
lagt áherzlu á: ég er ekki
stjórnmálamaður. Ég er ekki
hæfur til að ráða skoðunum
annarra, en ég er ekki reiðubú-
inn að sætta mig við ranglætið.
Ég mótmæli í nafni samvizk-
unnar.
Hambleton: Ég hef verið að
leita að sambandinu milli lífs
yðar sem tónlistarmanns og
afstöðu yðar til þessara mála.
kannski er það þama.
Casals: Ef ég á mér lífsskoð-
un sem spennir yfir hvoru-
tveggja, þá er hún þessi: öllum
mönnum er nauðsynlegt, eink-
um þó á þessum ólánstímum,
að komast að heiðarlegri niður-
stöðu og breyta á heiðarlegan
hátt í samræmi við hana. Ég
væri að svíkjast undan skyldu,
ef ég þegði um ástandið í landi
mínu. Spænska borgarastyrj-
öldin var mögnuð af erlendri
íhlutun; allir heiðarlegir menn
verða að viðurkenna, að ein-
ræðissinnar, sem báru sigur af
hólmi með hjálp Hitlers og
Mussolini, eru ekki hinir réttu
menn til að innleiða að nýju
umburðarlyndi í landi okkar.
Hambleton: En þér eruð
katalóníumaður. Eru ekki
katalóníumenn næstum sérstök
þjóð?
Casals: Ég ann Katalóníu,
fæðingarhéraði mínu mjög, en
sú ást útilokar ekki bróðurþel
mitt til spánverja í öðrum hlut-
um landsins. Katalónsk menn-
ing og tunga fær ekki að dafna
því að stjórnin hefur lokað öll-
um katalónskum menningar-
stofnunum og bannað katalónsk
blöð. Sameinuðu þjóðirnar for-
dæma sérhverja tilraun til að
útrýma menningu kynþátta;
hvað segir heimurinn um þess-
ar ofsóknir gagnvart aldagam-
alli tungu og menningu?
Hambleton: En þér segið að
yfirgnæfandi meirihluti spán-
verja sé á móti stjórninni.
Casals: Já, en mótspyrna
þeirra má sín einskis því að
menn, sem telja sig verjendur
frelsis og lýðræðis, styðja
spænsku einræðisstjórnina. Eg
get ekki ímyndað mér meiri