Úrval - 01.12.1952, Side 56

Úrval - 01.12.1952, Side 56
54 ÚRVAL frá því á læknafundi í New York nýlega, að hann hefði fram- kvæmt slíka aðgerð með góðum árangri. Sjúklingurinn, 42 ára gamall verkfræðingur í Milwaukee, hafði kalið á báðum höndum í veiðiferð í Alaska og varð að taka af honum alla fingurna. Með tveim aðgerðum á hvorri liönd gerði dr. Frackelton nýjar ,,greipar“ milli fingurstúfanna djúpt inn í lófa og græddi skinn yfir sárin. Sinar voru færðar til, til þess að auka hreyfanleika hinna nýju fingra. Með æfingu tókst verkfræð- ingnum að læra að nota nýju fingurna svo vel, að átta mán- uðum eftir fyrstu skurðaðgerð- ina fékk hann atvinnu í stál- verksmiðju, þó að hann hefði ekki einu sinni getað borðað eða klætt sig sjálfur áður. — Science News Letter. Miljónir lesta af sóti. Sótið er okkur jafnan til ama og óþæginda eins og það kemur fyrir ,,af skepnunni“. En í iðn- aðinum er það geysimikið notað og hefur raunar verið frá alda- öðli. Á hverju ári eru nú notaðar nærri tvær miljónir lesta af því saman við gúmmí til þess að gera það sterkara og gæða það ýmsum öðrum eiginleikum; sjö- tíu þúsund lestir eru notaðar við prentun blaða, tímarita og bóka, 20 þúsund lest eru notaðar í málningu. Sót er ekki aðeins notað til að styrkja gúmmí, heldur einnig sement, lökk og asfalt. Hinn mikli hæfileiki þess til að drekka í sig Ijós gerir það hið ákjósanlegasta litarefni í máln- ingu og prentliti. Það er notað í ,,kalkipappír“, ritvélabönd, svarta skó, gúmmístígvél, regn- kápur, símaáhöld, skósvertu, svartkrít, grammófónplötur, greiður o. fl. o. fl. Örlítið sót bætir einangrunar- eiginleika gúmmís og annarra efna vegna hins geysimikla yfir- borðsflatar þess. En ef mikið er notað af því eykur það hæfileika gúmmís, plasts og pappírs til að leiða rafmagn. Flestir munu hafa tekið eftir, að sót safnast fljótt á skeið eða hnífsblað sem haldið er í kertis- loga. Ef hnífsblaðinu er haldið fyrir ofan logann sezt lítið sót á hann, en þegar það er sett í miðjan logann tekur að rjúka úr kertinu og hnífsblaðið verður kolsvart. Þetta sýnir að kerta- vaxið brennur næstum algerlega upp þegar það hefur nóg loft. En þegar hnífsblaðið hindrar aðstreymi loftsins, brennur kol- efnið í vaxinu ekki til fulls og safnast sem sót á kaldan málm- flötinn. Sótagnirnar eru ör-örsmáar, miklu minni en nokkrar aðrar duftagnir sem notaðar eru í iðn- aði. Vegna þess hve smáar þær eru, hefur sótið geysistóran yf- irborðsflöt og þekur því sérstak- lega vel fleti. Yfirborðsflötur
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Úrval

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.