Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 56
54
ÚRVAL
frá því á læknafundi í New York
nýlega, að hann hefði fram-
kvæmt slíka aðgerð með góðum
árangri.
Sjúklingurinn, 42 ára gamall
verkfræðingur í Milwaukee,
hafði kalið á báðum höndum í
veiðiferð í Alaska og varð að
taka af honum alla fingurna.
Með tveim aðgerðum á hvorri
liönd gerði dr. Frackelton nýjar
,,greipar“ milli fingurstúfanna
djúpt inn í lófa og græddi skinn
yfir sárin. Sinar voru færðar
til, til þess að auka hreyfanleika
hinna nýju fingra.
Með æfingu tókst verkfræð-
ingnum að læra að nota nýju
fingurna svo vel, að átta mán-
uðum eftir fyrstu skurðaðgerð-
ina fékk hann atvinnu í stál-
verksmiðju, þó að hann hefði
ekki einu sinni getað borðað eða
klætt sig sjálfur áður.
— Science News Letter.
Miljónir lesta af sóti.
Sótið er okkur jafnan til ama
og óþæginda eins og það kemur
fyrir ,,af skepnunni“. En í iðn-
aðinum er það geysimikið notað
og hefur raunar verið frá alda-
öðli.
Á hverju ári eru nú notaðar
nærri tvær miljónir lesta af því
saman við gúmmí til þess að
gera það sterkara og gæða það
ýmsum öðrum eiginleikum; sjö-
tíu þúsund lestir eru notaðar
við prentun blaða, tímarita og
bóka, 20 þúsund lest eru notaðar
í málningu.
Sót er ekki aðeins notað til
að styrkja gúmmí, heldur einnig
sement, lökk og asfalt. Hinn
mikli hæfileiki þess til að
drekka í sig Ijós gerir það hið
ákjósanlegasta litarefni í máln-
ingu og prentliti. Það er notað
í ,,kalkipappír“, ritvélabönd,
svarta skó, gúmmístígvél, regn-
kápur, símaáhöld, skósvertu,
svartkrít, grammófónplötur,
greiður o. fl. o. fl.
Örlítið sót bætir einangrunar-
eiginleika gúmmís og annarra
efna vegna hins geysimikla yfir-
borðsflatar þess. En ef mikið er
notað af því eykur það hæfileika
gúmmís, plasts og pappírs til að
leiða rafmagn.
Flestir munu hafa tekið eftir,
að sót safnast fljótt á skeið eða
hnífsblað sem haldið er í kertis-
loga. Ef hnífsblaðinu er haldið
fyrir ofan logann sezt lítið sót
á hann, en þegar það er sett í
miðjan logann tekur að rjúka
úr kertinu og hnífsblaðið verður
kolsvart. Þetta sýnir að kerta-
vaxið brennur næstum algerlega
upp þegar það hefur nóg loft.
En þegar hnífsblaðið hindrar
aðstreymi loftsins, brennur kol-
efnið í vaxinu ekki til fulls og
safnast sem sót á kaldan málm-
flötinn.
Sótagnirnar eru ör-örsmáar,
miklu minni en nokkrar aðrar
duftagnir sem notaðar eru í iðn-
aði. Vegna þess hve smáar þær
eru, hefur sótið geysistóran yf-
irborðsflöt og þekur því sérstak-
lega vel fleti. Yfirborðsflötur