Úrval - 01.12.1952, Page 58
56
ÚRVAL,
semi. Þegar hjón, sem hafa
notað það, vilja eignast barn,
hætta þau bara að taka það.
En það verður að taka það
daglega, og ekki aðeins einu
sinni. Dr. Sieve lét eiginmenn-
ina taka það þrisvar á dag og
eiginkonurnar fjórum sinnum.
Ástæðan til þess er sú, að magn
efnisins í blóðinu verður stöð-
ugt að vera fyrir ofan tiltek-
ið lágmark, ef það á að koma
að tilætluðum notum. Einnig
verða bæði hjónin að taka lyfið
í tíu daga áður en áhrif þess
geta talizt örugg.
Neikvæður árangur varð hjá
tvennum hjónum, eins og áður
segir, og stafaði hann af því að
önnur hjónin tóku ekki lyfið í
40 daga, í sumarleyfi sínu, en
hin, sem voru drykkfelld, lentu
á viku „túr“ og tóku það ekki
á meðan. Öll hin hjónin tóku
það reglulega og töldu það yfir-
leitt litla fyrirhöfn.
Konurnar voru á aldrinum 17
til 43 ára. Öll hjónin höfðu áð-
ur átt að minnsta kosti eitt
heilbrigt bam. Öll voru sjálf-
boðaliðar og ekkert þeirra
hafði áhyggjur af því að til-
raunin mistækist, því að þau
voru bæði andlega og efnalega
við því búin að eignast börn.
Öll lofuðu þau að nota engar
aðrar aðferðir til getnaðarvarna
meðan á tilrauninni stóð.
Hjónin sem tilraunina gerðu
notuðu lyfið í 3 til 30 mánuði.
Hver um sig hættu þegar þau
vildu eignast barn. Af hópnum
hættu 123 hjón að taka lyfið,
eignuðust börn og byrjuðu síð-
an á því aftur. Önnur 97 hjón,
sem hættu seinna, eiga nú von
á barni.
Ekkert hjónanna, sem hætti
við lyfið til að eignast barn,
varð fyrir vonbrigðum. Lengsti
biðtíminn var 9 til 13 vikur. Af
þeim konum, sem þungaðar
urðu, misstu þrjár fóstur, fimm
fæddu fyrir tímann, og á fimm
var gerður keisaraskurður. All-
ar hinar fæðingarnar voru eðli-
legar og börnin heilbrigð.
Dr. Sieve telur reynslu þá
sem fengin er ekki nægilega til
þess að ráðlegt sé að leyfa al-
menna notkun , lyfsins. Gera
þurfi víðtækari tilraunir og fá
frekari reynslu áður það verði
sett á markað.
— Science News Letter.
Sóttvarnir jurtanna.
Heggurinn er algengur runni
á Norðurlöndum og virðist í
fljótu bragði ekki sérlega merki-
legur. Blómin láta lítið yfir sér,
en angan þeirra er sterk og eins
anganin af blöðunum.
Þrátt fyrir allt sitt yfirlætis-
leysi varð þó heggurinn til að
gefa prófessor Boris Tokin ærið
umhugsunarefni, og það varð
með þessum hætti: Tokin hafði
lagt heggkvist hjá glasi af vatni
og sett glerhjálm yfir. Eftir
nokkrar klukkustundir tók hann
glasið undan hjálminum og brá
nokkrum dropum af vatninu
undir smásjána. Vatn þetta, sem