Úrval - 01.12.1952, Side 59
NÝJUNGAR 1 VlSINDUM
5T
áður hafði morað af sýklum, var
nú eins dautt og það hefði ver-
ið eimað.
Eftir ítrekaðar tilraunir
komst prófessorinn að þeirri
niðurstöðu, að efni sem heggur-
inn gaf frá sér við útgufun
dreifði sér um vatnið í glasinu
og drap sýklana. Þessi efni
nefndi prófessorinn fytocida,
sem þýðir „jurtabani".
Fytocidarnir vinna ekki að-
eins á lægstu lífverum, heldur
einnig stærri dýrum. Froskar
lifa t. d. ekki lengi í Iofti, sem
er mengað hvítlauk, og fytocid-
ar heggsins drepa flugur og mý
á nokkrum mínútum. Þýðingar-
mest er þó það, að fytocidarnir
drepa sóttkveikjur. Margar jurt-
ir eru sérlega ríkar af fytocid-
um eins og t. d. laukur. Af krist-
öllum lauk-fitocida þarf ekki
nema eitt gramm til að eyða öll-
um blóðsóttarsýklum í 40 lítr-
um af vatni. Fytocidarnir eru
sóttvarnarlyf jurtanna og til'
orðnir fyrir harða lífsbaráttu
þeirra í miljónir ára. Jurtirnar
eru einu lífverurnar, sem fram-
leiða þá. Dýrin geta flutt sig
til, ef þau lenda í óhollu um-
hverfi, en það geta jurtirnar
ekki. Þær verða að ganga á hólm
við sjálfa óhollustuna í umhverf-
inu, og fytocidarnir eru vopninr
sem þær beita.
Margar trjátegundir eru rík-
ar af fytocidum, og hafa rann-
sóknir prófessors Tokins leitt í
Ijós, að hin mikla skógrækt, sem
nú er hafin í Sovétríkjunum,
muni einnig stuðla að bættu
heilsufari. Prófessor Tokin hef-
ur einnig komizt að því með til-
raunum, að jurtirnar geta haft
gagn af fytocidum óskyldra teg-
unda. Þannig er ágætt ráð við
kartöflumyglu að gróðursetja
hamp meðfram görðunum. Fy-
tocidar hampsins drepa mygl-
una. — Mír.
Ósmeyk.
Herra Brown missti konuna sína og áður en ár var liðið kvænt-
ist hann aftur. Hann fylgdi brúði sinni upp í svefnherbergið,
opnaði fataskápinn og sýndi henni hatt á hillunni.
„Snertu aldrei þennan hatt, elskan mín,“ sagði hann. „Fyrri
konan mín átti hann, og ég hef hann þama til minningar um
hana.“
Eftir nokkurra ára hjónaband varð Brown aftur ekkjumaður.
1 þriðja sinn kvæntist hann, og i þetta skipti fallegri stúlku
sem var mörgum árum yngri en hann. Að lokinni brúðkaups-
veizlunni fór Brown með hana upp í svefnherbergið, sýndi henni
tvo hatta á hillunni í klæðaskápnum og bað hana að snerta þá
aldrei þvi að þeir væru þama til minningar um fyrri konumar
hans tvær.
„Hafðu engar áhyggjur af þvi, krúttið mitt," sagði brúður-
in, „Þriðji hatturinn á hillunni þarna verður karlmannshattur.“
•— New Liberty.