Úrval - 01.12.1952, Síða 66
’S'irris fróSleikup —
Um óvenjulegar fœðingar.
Grein úr „Science Digest".
eftir Georg Mann.
HINDURVTTNI og kerlinga-
bækur í sambandi við barns-
fæðingar eru fleiri en tölum
verður á komið. Læknar kom-
ast daglega í kynni við hinar
furðulegustu sögur af þessu
tagi. Þær virðast vera ódauð-
legar og margar þeirra má rekja
aftur í gráa forneskju. Þó er
sannleikurinn sá, að ýmsar stað-
reyndir í sambandi við fæðingar
eru enn furðulegri.
Hér skal, til gamans og fróð-
leiks, sagt frá nokkrum slíkum
og þá fyrst í sambandi við með-
göngutímann. Hann er talinn 9
mánuðir eins og við vitum, þó
að alltaf geti skeikað nokkrum
dögum til eða frá. En stund-
um virðist svo sem frávikin geti
orðið býsnamikil. Fyrir þrem
árum úrskurðaði brezkur dóm-
stóll, að fengnu áliti lækna, að
meðgöngutíminn gæti orðið
næstum eitt ár, eða nánar tiltek-
ið 349 dagar. Brezkur hermað-
ur, sem verið hafði fjarri heim-
ili sínu f rá 28. ágúst til 12. ágúst
ári seinna, þegar kona hans ól
honum bam, sótti um skilnað
vegna þess að konan hefði verið
honum ótrú. Dómarinn vísaði
kröfu hans á bug, af því að lækn-
ar töldu ekki útilokað að hann
væri faðir barnsins. I vottfest-
um læknaskýrslum er greint frá
323 daga, 324 daga og 336 daga
meðgöngutíma. En börnin voru
líka stór: 23, 26 og 30 merkur.
Kona í Pennsylvaníu í Banda-
ríkjunum á met í stuttum með-
göngutíma að minnsta kosti
samkvæmt úrskurði dómara.
Hér var líka um skilnaðarmál
að ræða. Konan ól barn 222 dög-
um eftir að hún giftist. Eigin-
maðurinn leiddi sem vitni tvo
lækna og báru þeir að barnið
liti út sem fullburða barn er
gengið hefði verið með í 280
daga. Læknir konunnar lét það
álit í ljós, að meðgöngutíminn
væri eðlilegur og barnið hafi
ekki verið getið fyrir hjóna-
bandið. Að fengnum þessum
vitnisburði læknavísindanna
kvað dómarinn upp dóm sinn og
synjaði skilnaðar.
Lágmarks- og hámarksaldur
barnshafandi kvenna er engu
síður furðulegur. Yngst allra
mæðra sem um getur fyrr og
síðar er perústúlkan Lína Med-
ína, sem ól lifandi barn (tekið
með keisaraskurði) rétt áður
en hún varð fimm ára. Þetta er