Úrval - 01.12.1952, Side 68
66
ÚRVAL,
fyrr og síðar. Hann var shah
af Persíu og hét Fathe Aly
Shah. Eignaðist hann um 3000
börn með konum sínum. Ein-
hverju sinni hældi hann sér af
því að í 700 manna riddara- og
lífvarðarliði hans væru einungis
synir hans.
Stærð barna er jafnbreytileg
og aldur f oreldra og barnaf jöldi.
Stærsta barn sem læknaskýrsl-
ur greina frá var 45 marka
stúlkubarn, sem fæddist and-
vana.. I skýrslum greinir frá
tveim öðrum andvanafæddum
börnum sem ógu aðeins örfáum
tugum gramma minna.
Árið 1947 ól stór og mikil
kona (300 pund á þyngd) 29
marka lifandi barn. Ameríska
læknafélagið telur í skýrslum
sínum, að þyngsta barn sem
fæðzt hafi lifandi í Bandaríkj-
unum hafi vegið 29 merkur og
100 grömmum betur.
I september 1950 varð Perles
Mathers í Chicago sextugur.
Hann kveðst hafa verið fyrsta
barnið í Bandaríkjunum, sem
fóstrað var í hitakassa fyrstu
vikurnar eftir að hann fæddist.
Hann fæddist þrem mánuðum
fyrir tímann og óg aðeins 450
grömm. Af öðrum litlum börn-
um má nefna stúlkubarn, sem
óg 610 grömm. Síðast þegar af
henni fréttist var hún ársgömul
og að öllu leyti heilbrigð. Negra-
stúlkubarn, sem fæddist á
sjúkrahúsi í New York óg 670
grömm; fylgzt var með henni til
sex ára aldurs.
Öðru hverju er í blöðum skýrt
frá fæðingum, sem komu móður-
inni, og jafnvel lækni hennar,
algerlega á óvart. í maí 1949
vaknaði kona ein í borginni
Cleveland í Bandaríkjunum um
miðja nótt og kallaði flemtruð til
mannsins síns að hún væri búin
að eignast barn. Hvorugt for-
eldranna, segir í frásögn af at-
burðinum, hafði nokkurn grun
um að konan væri þunguð.
Blaðamaður nokkur leitaði á-
lits lækna á fyrirbrigðinu, og
töldu þeir mjög ósennilegt að
slíkt gæti komið fyrir. Þeir bentu
á, að meðgöngunni fylgdu
greinileg líkamleg einkenni, og
naumast væri hugsanlegt að
konan yrði ekki vör við hreyf-
ingar fóstursins.
Hitt er staðreynd, að fæðing
hefur komið læknum á óvart.
Sem dæmi má nefna gifta konu,
er skyndilega veiktist heiftar-
lega og var talið að sprungið
hefði í henni botnlanginn. Farið
var í ofboði með hana á sjúkra-
hús. Það var ekki fyrr en hún
var komin á skurðarborðið, að
læknirinn tók eftir að kvala-
köstin komu með jöfnu milli-
bili. Við nánari athugun kom í
ljós að konan var með fæðingar-
hríðir.
Öðru sinni höfðu læknar kom-
izt að þeirri niðurstöðu, að kona
nokkur væri með æxli í móður-
lífinu. Hún var lögð á spítala
til skurðaðgerðar. En áður en
til uppskurðar kom, vaknaði
grunur hjá hjúkrunarkonunni