Úrval - 01.12.1952, Síða 69
UM ÖVENJULEGAR FÆÐINGAR
67
sem stundaði hana. Læknirinn
var kallaður til, og við hlustun
heyrði hann greinilega hjart-
slátt fóstursins. Auðvitað varð
ekkert úr uppskurðinum og kon-
an eignaðist barn með eðlilegum
hætti.
ímyndaðar þunganir koma
stundum fyrir. Fær þá konan
öll venjuleg einkenni þungunar:
hún fær ógleði á morgnana,
þyngist og gildnar undir belti.
Hið eina sem vantar er fóstrið.
Hafa þessi einkenni oftar en
einu sinni viilt læknum svn ■—
um skeið að minnsta kosti.
Framfarir í fæðingarhjálp
hafa orðið geysimiklar undan-
farna áratugi. Keisaraskurður,
sem eitt sinn var talin lífshættu-
leg aðgerð, er nú orðinn hvers-
dagsatburður í sjúkrahúsum. 2
—3% af öllum börnum sem fæð-
ast eru tekin með keisaraskurði.
Árið 1947 sagði fæðingarlækn-
ir að hann hefði gert fimm keis-
araskurði á þrem konum (5 á
hverri um sig) á tiltölulega fá-
um árum. Önnur kona lifði af
sjö keisaraskurði. Og í júlí 1949
eignaðist konan níunda barn sitt
með keisaraskurði.
En þótt læknar og ljósmæður
hafi öðlazt mikla hagnýta þekk-
ingu í fæðingarhjálp, eru grund-
vallaratriðin næsta lítið rann-
sökuð. Dr. Hovvard C. Taylor,
prófessor í ljósmóðurfræði við
Columbiaháskólann, sagði fyrir
nokkrum árum: „Það er varið
30 miljónum dollara á ári til
rannsókna á jurta- og dýra-
kynbótum, en sama og engu er
varið til grundvallararannsókna
á fjölgun mannkynsins.“
Náttúruskoðarar.
Það draup án afláts af trjánum, loftið var þrútið og jörðin
blaut, en náttúruskoðararnir, 15 menntaskólanemendur og kenn-
ari, létu það ekki á sig' fá. Þeir voru þarna komnir til að kynna
sér lifnaðarhætti uglunnar. Kennarinn gekk í fararbroddi og
gaf frá sér ámátlegt ugluvæl með reglulegu millibili.
Þegar þannig hafði farið fram um stund heyrðist ugluvæl
úr fjarska. Kennarinn lagði sig nú allan fram og vældi af mikilli
kunnáttu. Aftur var svarað, og nú heldur nær. Kennarinn gekk
á hljóðin og nemendurnir á hæla honum.
Þannig var haldið áfram í 20 mínútur. Kennarinn vældi og
svar barst samstundis, og hvert nýtt svar heyrðist örlítið skýr-
ar en hið næsta á undan. Loks kom hópurinn að lítilli hæð og
var nii ljóst að hinum megin við hæðina rnyndu náttúruskoð-
ararnir fá erfiði sitt launað. Kennarinn gekk upp hæðina í far-
arbroddi og stóðst það á endum, að þegar hann kom upp á
hæðina sá hann mann sem í sömu svifum rak upp ámátlegt
ugluvæl. Að baki hans var hópur eftirvæntingarfullra skóla-
nemenda.
— Mrs. John H. Sugden, „Reader’s Digest".