Úrval - 01.12.1952, Síða 73
Svör við níu spumingum, sem allir
foreldrar þurfa einhvem tíma
að taka afstöðu til.
Hverju á að svara barninu?
Grein úr „Look“,
eftir dr. phil. Robert M. Goldenson, prófessor.
ITKKERT verkefni er viður-
J hlutameira en að ala upp
börn. í því sambandi er margs
að gæta, enda liafa öll fræðslu-
tæki nútímans: blöð og tímarit,
bækur og fyrirlestrar, kvik-
myndir og útvarp verið tekin í
þjónustu þess máls, og öll mið-
ar sú fræðsla að því að gera
okkur að „góðum foreldr-
um“.
En eru allir þessir fræðarar
þá á eitt sáttir um það hvernig
við eigum að ala upp börnin
okkar? Ekki verður það með
sanni sagt, en menn hafa aftur
á móti orðið nokkurnveginn
ásáttir um ýmislegt sem ekki
ber að gera. Mjög fáir foreldr-
ar trúa því nú orðið að börn
séu til þess að horfa á þau en
ekki til að hlusta á þau, eins og
einhver orðheppinn maður
komst að orði. Sjaldgæft er að
börn séu flengd og rekin í rúm-
ið matarlaus. Kennarar eru
hættir að berja á fingurgóma
nemendanna ef þeir muna ekki
nafn eða ártal . . .
En hvað er að segja um hin
sérstöku vandamál sem mæta
öllum foreldrum? Hvað er álit
þitt og nágranna þinna á líkam-
legum refsingum, fræðslu
í kynferðismálum, naglabiti,
fingrasogi o. fl. ? Með því að
lesa spurningar þær og svör
sem hér fara á eftir færðu tæki-
færi til að bera saman skoðan-
ir þínar á ýmsum vandamálum
uppeldisins og álit uppeldis-
fræðinga.
En misstu ekki sjónar á
einu rnikilvægu atriði: Allar
reglur, allt „tímatal" þroska-
skeiðsins og allar aðferðir um
meðferð barna skipta miklu
minna máli en andinn sem rík-
ir á heimilinu.
1. Þegar ungbarn grcetur á
nóttunni er þá bezt að láta
það eiga sig svo það venjist
ekki dekri?
Nei. Hættan á því að barnið
venjist dekri er lítill í saman-
burði við þann skaða sem það
veldur að láta barnið finna að
það sé yfirgefið og því ekki
hjálpað þegar eitthvað angrar
það. Bíðið í nokkrar mínútur til
þess að vita hvort það hættir
ekki af sjálfsdáðum. Ef það
heldur áfram að gráta þá reyn-
ið að komast að því hvað grát-