Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 77

Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 77
VESTURISLENZK NÝLENDA 75 Bandaríkin með sér samning um að 49. breiddargráðan skyldi skipta löndum og féll þá skaga- táin, sem nú heitir Point Ro- berts, í hlut Bandaríkjanna. Sjóleiðin frá Point Roberts til Blaine, næsta bandaríska bæjar, er 25 km. Landleiðin um Kan- ada er helmingi lengri, og þá þarf að fara tvisvar í gegnum tollinn. Þá leið fara rnenn ekki nema nauðsyn krefji, enda una íbúarnir, 287 talsins, vel hag sínum heima. Sögulegar minjar eru þarna nokkrar. Með fornleifagrefti hafa fundizt vísbendingar um, að indíánar hafi stundað þar fiskveiðar og notað staðinn sem víghreiður. Spænskur landkönn- uður, Eliza að nafni, sá höfðann 1791, en virðist ekki hafa horft niður í tæran sjóinn þar sem fara um einhverjar mestu laxa- göngur í heimi. Árið 1860 voru starfsmenn Hudson Bay félagsins farnir að venja komur sínar þangað til laxveiða og tóku sér þar ból- festu. Einn þeirra var Mike Whelan og faðir hans Pat. Að- komumenn voru ekki vel séðir. Einn slikur nýliði byggði sér kofa á landi sem Whelan taldi sig eiga með réttu. Þeir feðgar biðu þangað til kvöld eitt þegar nýbygginn var fjarverandi, en þá gerðu þeir sér lítið fyrir og veltu kofanum fram af klett- unum. Ekki kom þó til neinna átaka út af þessu. Svo virðist sem nýbygginn hafi verið hald- inn þeirri ástríðu, að vilja reyna kraftana, þegar hann hafði feng- ið sér í staupinu, og var þá jafn- an lítt minnugur þess á eftir, á hverju hann hafði reynt þá. Um morguninn birtist hann við dyr feðganna, illa timbrað- iir, og kvaðst vera kominn til að kveðja. „Svo virðist sem ég hafi ekki ráðið við kraftana í gærkvöldi þegar ég kom heim“, sagði hann. „Þið trúið því kannski ekki, piltar, en ég kastaði kofanum mínum fram af klettunum“. Vitni í morðmáli sagði fyrir rétti árið 1883: „Point Roberts er ekki annað en stefnumóts- staður smyglara og glæpa- manna“. En núverandi örlög Point Roberts voru í raun réttri ráðin á íslandi seint á síðustu öld, þegar harðæri og efnahags- örðugleikar knúðu marga ís- lendinga til að yfirgefa land sitt. Allmargir höfnuðu á Point Roberts þar sem þeir fundu gnægð fiskjar, gott land, frið og veðursæld. íslendingar af þriðju kynslóð heilsa nú. gestum á næstum hverjum bóndabæ í Point Roberts. Einn hinna íslenzku bænda er Lougi Thorstenson, sem á 40 hektara jörð. Hin sérstæða lega landsins torveldar honum eins og öðrum sölu á afurðum sínum. Innflutningshömlur meina hon- um að hagnýta sér hinn hag- stæða markað í Kanada. I stað- inn verður hann að flytja afurð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116

x

Úrval

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.