Úrval - 01.12.1952, Blaðsíða 78
76
■Orval
ir sínar til Bellinghamborgar
80 km. í burtu. Kaupstaðarferð-
ir frú Thorstenson til Belling-
ham geta einnig orðið söguleg-
ar, þegar tollverðirnir finna upp
á því að nú sé bezt að opna alla
pakka til tollskoðunar. „Hvern-
ig mundi yður líka“, spyr frúin,
,,að láta tollverði rífa upp alla
jólapakkana yðar?“
Börn Thorstensonshjónanna
fara sömu leið í menntaskóla í
Blaine, þar sem sjá má skóla-
bílinn hlaðinn unglingum bíða
eftir því við landamærin að hon-
um sé leyft að halda áfram.
Um sömu tollstöðvarnar fara
póstbílar og allir vöruflutninga-
bílar. Vegna tollskoðunar og
innsiglunar allra vörubíla, sem
fara yfir kanadískt land, er
flutningskostnaður til og frá
Point Roberts dýr og bændurnir
verða því að leggja áherzlu á
framleiðslu verðmætra afurða,
sem fer ekki mikið fyrir í flutn-
ingum. Helztu afurðirnar eru
útsæðislaukur, nýjar kartöflur
og súr rjómi.
Önnur tekjulind er laxveiðin,
en framhjá Point Roberts legg-
ur Fraser River laxinn, eitt-
hvert Ijúffengasta sjávarfang
sem til er í heiminum, leið sína.
Fyrir 160 árum, þegar George
Vancouver höfuðsmaður vann
að landmælingum á þessum
slóðum, sá hann indíána sem
„stunduðu undarlegar fiskveið-
ar með ófullkomnum netum,
gerðum úr pílviðarberki".
Vancouver var að lýsa veiði-
aðferð indíánanna, einskonar á-
drætti, sem íslendingarnir nota
ennþá. Fjörtíu feta langar
doríur, tvær og tvær saman,
liggja við festar undan þangi-
vöxnu rifinu með netið strengt
á milli sín. Rifið og línur lagðar
á sérstakan hátt beina laxinum
inn í netið. Á staur í stafni
hvorrar doríu stendur vörður
sem hugar að laxinum. Þegar
hann sér lax innan netsins, kall-
ar hann, „Ho, Sockey!“ og byrja
þá fjórir menn að draga netið.
Sumir þessara netjaveiði-
manna vinna sér inn 2000 doll-
ara á sumri, en þessar veiðar
hafa þó litla viðskiptalega þýð-
ingu. Fiskimennirnir sem sjá
hinum stóru niðursuðuverk-
miðjum fyrir hráefni nota
miklu stórtækari veiðiaðferðir.
Framtíð Point Roberts er
tengd Kanada; en hingað til
hefur stolt íslendinganna af
hinu nýja heimkynni sínu gert
að engu allar tilraunir til þess
að flytja landamærin. Mótmæli
þeirra 1945 kæfðu í fæðingunni
óformlega uppástungu um að
skipta á Point Roberts og smá-
skika af Kanada þar sem
Alaskaþjóðvegurinn liggur.
Mótmæli risu upp aftur 1948
þegar bandaríska tollgæzlan
fækkaði starfsliði íPointRoberts
og skipaði að loka landamærun-
um frá kl. 8 á kvöldin til 8 á
morgnana, nema fyrir þeim, sem
höfðu sérstakt leyfi. „Það er
eins og að þurfa að lyfta hend-
inni þegar rnaður fer út úr her-