Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 81
FAÐIR SAGNFRÆÐINNAR
79
garð grikkja. Hann var í and-
stöðu við persa, en hann hataði
þá ekki. Ríki þeirra var stjórnað
af réttlæti og stjórnvizku á
þeirra tíma mælikvarða. Það
samdi frið við grikki og hélt
friðinn, og af þeim sökum gat
Heródót ferðast um alla Litlu-
asíu og Egyptaland frjálsari en
við getum nú ferðast um lönd
Evrópu.
Hann fékk að sjá með eigin
augum borgir og staði og þjóð-
ir milli Eyjahafs og Mesópóta-
míu, Svarthafs og Nílar. Hann
ferðaðist um Lydíu í Litluasíu
og kom í höfuðborg hennar,
Sardes, fjölmenna borg, sem
stóð undir miklu klettabelti. Og
frá Sardes ferðaðist hann í níu-
tíu daga eftir konungaveginum
til Súsa, þar sem persakonung-
ur átti höll sína.
Við þennan konungaveg voru
greiðasöluhús og leiguhestar
með hæfilegu millibili. Hann lá
um torsótt fjalllendi og stór-
fljót eins og Efrat og Tigris.
Samt var hann, segir Heródót,
hættulaus yfirferðar, eins og
hann lægi allur í byggð. Róm-
verjr voru því ekki fyrstu vega-
gerðarmennirnir. Þegar kon-
ungavegurinn var lagður, var
Róm aðeins smábær.
Heródót sigldi eftir Efrat og
kom til hinnar fornu Babýlon,
sem varð honum mikið aðdáun-
ar- og furðuefni. Hin mikla
borg var byggð í ferhyming,
umlukt múmm, sem voru næst-
um ótrúlega háir og þykkir. Á
múrunum voru ekki færri en
hundrað hlið úr bronzi, og inn-
an þeirra var hinn mikli Babels-
turn, sem getið er um í biblí-
unni.
En það voru ekki aðeins bygg-
ingarnar, sem Heródót hreifst
af. Honum þótti umferðin um
fljótið skemmtileg. Þar bar mest
á einni tegund farartækja, sem
hann lýsir með hrifningu. Það
var kringlótt fleyta, í rauninni
ekki annað en pílviðarkarfa,
klædd skinni til að gera hana
vatnshelda. Tveir menn voru í
henni, hvor með sinn ,,sóp“, og
„togaði annar en hinn ýtti“.
Þessar fleytur voru gerðar við
Efrat, hundruð mílna fyrir of-
an Babýlon og voru látnar ber-
ast með straumnum, hlaðnar
landbúnaðarafurðum, til Babý-
lon. 1 hverri fleytu var auk þess
einn asni. Þegar afurðirnar
höfðu verið seldar, var fleytan
tekin sundur, skinnin lögð á bak
asnanum, og síðan héldu báts-
verjar gangandi heim aftur.
Annað, sem Heródót þótti
skemmtilegt, var hið árlega
kvennauppboð í þorpunum um-
hverfis Babýlon. Öllum stúlkum
á giftingaraldri var stefnt sam-
an, og byrjaði uppboðshaldar-
inn á þeirri fallegustu, sem
slegin var hæstbjóðanda, og hélt
síðan áfram. Boðin fóru að sjálf-
sögðu lækkandi, og þar kom að
lokum, að menn hættu að bjóða.
Þá fór uppboðshaldarinn að
nota þann sjóð, sem safnazt
hafði, og spurði hver gerði sig