Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 86
S4
ÚRVAL
„Sælir, Jói. Ja, ég ætlaði
ekki að kaupa neitt. Mig lang-
aði bara að vita hvort þér vild-
uð lofa mér að líta sem snöggv-
ast í gamla verðlistann.“
„Ég held nú það. Viltu skoða
hann hérna?“
„Nei. Mig langar að fá hann
heim. Ég skal skila honum á
morgun þegar ég kem úr vinn-
unni.“
„Ertu að hugsa um að kaupa
eitthvað?“
„Já.“
„Er móðir þín farin að láta
þig fá kaupið þitt?“
„Auðvitað. Eg er að verða
eins fullorðinn og hver ann-
ar!“
Jói hló og þurrkaði fitugt,
hvítt andlitið með rauðum vasa-
klút.
„Hvað ætlar þú að kaupa?“
Dave horfði niður fyrir fæt-
ur sér, klóraði sér í höfðinu,
klóraði sér á lærinu og brosti.
Svo leit hann upp, feimnislega.
„Ég skal segja yður það, ef
þér lofið að segja engum frá
því.“
„Ég lofa því.“
„Jæja, ég ætla að kaupa mér
skammbyssu.“
„Skammbyssu? Hvað ætlar
þú að gera við skammbyssu?“
„Ég ætla að eiga hana.“
„En þú ert bara strákpatti.
Þú hefur ekkert með byssu að
gera.“
„Æ, lánið mér nú verðlist-
ann. Ég skal skila honum aft-
ur.“
Jói fór út um bakdyrnar.
Dave var himinlifandi. Hann
fór að horfa í kringum sig á
tunnur með sykri og mjöli.
Hann heyrði að Jói kom inn
aftur. Hann teygði úr hálsin-
um til þess að sjá hvort hann
kæmi með bókina með sér. Já,
hann kom með hana! Sem ég
er lifandi maður, hann kom með
hana!
„Gerðu svo vel, en það má
ekki bregðast að þú skilir
henni. Þetta er sú eina sem ég
á.“
„Það skal ekki bregðast.“
„Heyrðu mig annars, úr því
að þú ætlar að kaupa þér
skammbyssu, hversvegna kaiop-
ir þú hana ekki af mér? Eg
hefi skammbyssu til sölu.“
„Er hægt að skjóta með
henni ?“
„Auðvitað er hægt að skjóta
með henni.“
„Hvaða tegund er það?“
„Ja, hún er frekar gömul. . .
það er Wheeler, fyrir vinstri
hönd. Og hún er stór.“
„Eru kúlur í henni?“
„Hún er hlaðin.“
„Má ég líta á hana?“
„Ertu með peninga?“
„Hvað viltu fá mikið fyrir
hana?“
„Þú skalt fá hana fyrir tvo
aollara.“
„Ekki nema tvo dollara? Þá
get ég keypt hana þegar ég fæ
útborgað næst.“
„Þú kemur og sækir hana
þegar þér hentar.“