Úrval - 01.12.1952, Page 92
ÚRVAL
90
Þegar hann kom til hennar,
stóð hún skjálfandi og starði á
hann með stórum, hvítum aug-
unum. Plógurinn var langt í
burtu; dráttartaugarnar höfðu
kubbast sundur. Þá varð Dave
allt í einu bilt við; hann trúði
ekki sínum eigin augum. Það
blæddi úr Jenný. Öll vinstri síð-
an lagaði í blóði. Hann færði sig
nær. Almáttugur guð! Getur
það verið að ég hafi skotið múl-
asnann? Hann þreif í faxið á
Jenný. Hún hörfaði undan,
fnæsti, snerist í hring og skók
hausinn.
„Svona, kyrr nú! Kyrr!“
Þá sá hann gatið á síðu
Jennýar, mitt á milli tveggja
rif ja. Það var kringlótt, vott og
rautt. Kafrauður lækur rann 1
stríðum straumum niður eftir
öðrum framfætinum. Góður
guð! Ég miðaði ekki á múlasn-
ann . . . Hann varð skelkaður.
Hann vissi að hann yrði að
stöðva blóðrennslið, annars
myndi Jenný blæða út. Hann
hafði aldrei séð svona mikið
blóð á ævi sinni. Hann elti múl-
asnann heilan kílómetra og
reyndi að ná í hann. Loks stað-
næmdist asninn másandi og
lyfti stuttum og digrum halan-
um upp í hálfhring. Hann náði
taki á faxinu og teymdi hann
þangað sem plógurinn og byss-
an var. Þar stanzaði hann og
tók handfylli sína af rakri,
svartri mold og reyndi að fylla
skotgatið með henni. Jenný titr-
aði, hneggjaði og sleit sig lausa.
„Kyrr! Kyrr nú!“
Hann reyndi aftur að troða í
gatið, en blóðið streymdi
eftir sem áður. Fingur hans
voru heitir og klistruðust sam-
an. Hann nuddaði lófana með
mold til þess að reyna að ná
blóðinu af þeim. Enn einu sinni
reyndi hann að fylla skotgatið,
en Jenný vék sér undan og sló
aftur undan sér. Hann vissi ekki
hvað hann átti að taka til
bragðs. Eitthvað varð hann að
gera. Hann stökk að Jenný; hún
lét hann ekki ná sér. Hann sá
rauðan blóðlæk renna niður eftir
fæti hennar og mynda poll
kringum hófana.
„Jenný . . . Jenný . . . ,“ sagði
hann lágt og lokkandi.
Varir hans titruðu. Henni
blæðir út! Hann leit í áttina
heim, langaði að fara þangað,
langaði að sækja hjálp. En hann
sá skammbyssuna liggja þama
í rakri, svartri leirmoldinni.
Ilann fann það einhvernveginn
á sér, að ef hann gerði bara
eitthvað, þá myndi þetta ekki
vera svona; Jenný stæði þá ekki
þarna og væri að blæða út.
Þegar hann gekk til hennar
í þetta skipti, hreyfði hún sig
ekki. Plún stóð kyrr með syfju-
leg, dreymandi augu; og þegar
hann kom við hana hneggjaði
hún lágt og lagðist á hnén, og
blóðið gutlaði um framfæturna.
„Jenný . . . Jenný . . . “ hvísl-
aði hann.
Góða stund hélt hún hálsinum
beinum; svo hneig höfuð hennar