Úrval - 01.12.1952, Síða 95

Úrval - 01.12.1952, Síða 95
NÆSTUM FULLORÐINN 93 Jim Hawkins við föður Daves. ,,Láttu bara drenginn halda áfram að vinna og borga mér tvo dollara á mánuði.“ „Hvað mikið viljið þér fá fyrir múlasnann, herra Hawk- ins ?“ Jim Hawkins hleypti brún- um. „Pimmtíu dollara.“ „Hvað hefurðu gert af skammbyssunni ?“ spurði faðir Daves. Dave sagði ekkert. „Viltu að ég nái mér í trjá- grein og lumbri á þér þangað til þú opnar munninn?“ „Nei!“ „Hvað gerðir þú af henni?" „Ég henti henni.“ „Hvert?“ „Ég henti henni í ána,“ „Jæja. Komdu nú heim með mér. Og það fyrsta sem þú ger- ir í fyrramálið er að fara niður að ánni og leita að byssunni.“ „Já.“ „Hvað borgaðir þú fyrir hana ?“ „Tvo dollara." „Þá tekur þú skammbyssuna, ferð með hana og færð pening- ana til baka, og svo lætur þú herra Hawkins fá þá, skilurðu það? Og gleymdu því ekki, að þú átt von á duglegri flengingu hjá mér fyrir þetta. Snautaðu nú heim!“ Dave sneri sér við og gekk hægt á brott. Hann heyrði fólk hlæja. Hann starði beint fram fyrir sig og augu hans voru full af tárum. Gremjan sauð í hon- um. Það var kökkur í hálsinum á honum og hann rétt staulað- ist áfram. Næstu nótt svaf Dave ekki dúr. Hann var glaður yfir því að hafa sloppið svona vel, en hann var sár. Það var eins og eitthvað heitt byltist til innan í honum, þegar honum varð hugs- að til þess hvernig þeir höfðu hlegið. Hann velti sér í rúminu og fann hve svæfillinn var harður. Og pabbi segist ætla að flengja mig . . . Hann minntist þess þegar faðir hans hafði flengt hann áður, og hann fékk hroll í bakið. Nei, nei, hann skal aldrei fá að flengja mig svoleið- is aftur . . . Fari þeir allir til fjandans! Enginn hafði nokkru sinni gefið honum neitt. I-Iann hafði bara fengið að vinna. Þeir fara með mig eins og múlasna . . . Hann nísti tönnum. Og mamma þurfti endi- lega að kjafta frá. Jæja, hann varð víst að láta hann Hawkins gamla fá þessa tvo dollara. En það var sama og að selja skammbyssuna. Og byssuna vildi hann eiga. Fimm- tíu dollara fyrir dauðan múl- asna. Hann bylti sér og fór að hugsa um þegar hann hleypti af skammbyssunni. Hann varð gripinn ákafri löngun að skjóta aftur með henni. Ur því að aðr- ir geta skotið með byssu, þá hlýt ég fjandakornið að geta það líka! Hann lá kyrr og hlust-
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Úrval

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.