Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 95
NÆSTUM FULLORÐINN
93
Jim Hawkins við föður Daves.
,,Láttu bara drenginn halda
áfram að vinna og borga mér
tvo dollara á mánuði.“
„Hvað mikið viljið þér fá
fyrir múlasnann, herra Hawk-
ins ?“
Jim Hawkins hleypti brún-
um.
„Pimmtíu dollara.“
„Hvað hefurðu gert af
skammbyssunni ?“ spurði faðir
Daves.
Dave sagði ekkert.
„Viltu að ég nái mér í trjá-
grein og lumbri á þér þangað
til þú opnar munninn?“
„Nei!“
„Hvað gerðir þú af henni?"
„Ég henti henni.“
„Hvert?“
„Ég henti henni í ána,“
„Jæja. Komdu nú heim með
mér. Og það fyrsta sem þú ger-
ir í fyrramálið er að fara niður
að ánni og leita að byssunni.“
„Já.“
„Hvað borgaðir þú fyrir
hana ?“
„Tvo dollara."
„Þá tekur þú skammbyssuna,
ferð með hana og færð pening-
ana til baka, og svo lætur þú
herra Hawkins fá þá, skilurðu
það? Og gleymdu því ekki, að
þú átt von á duglegri flengingu
hjá mér fyrir þetta. Snautaðu
nú heim!“
Dave sneri sér við og gekk
hægt á brott. Hann heyrði fólk
hlæja. Hann starði beint fram
fyrir sig og augu hans voru full
af tárum. Gremjan sauð í hon-
um. Það var kökkur í hálsinum
á honum og hann rétt staulað-
ist áfram.
Næstu nótt svaf Dave ekki
dúr. Hann var glaður yfir því
að hafa sloppið svona vel, en
hann var sár. Það var eins og
eitthvað heitt byltist til innan í
honum, þegar honum varð hugs-
að til þess hvernig þeir höfðu
hlegið. Hann velti sér í rúminu
og fann hve svæfillinn var
harður. Og pabbi segist ætla að
flengja mig . . . Hann minntist
þess þegar faðir hans hafði
flengt hann áður, og hann fékk
hroll í bakið. Nei, nei, hann skal
aldrei fá að flengja mig svoleið-
is aftur . . . Fari þeir allir
til fjandans! Enginn hafði
nokkru sinni gefið honum neitt.
I-Iann hafði bara fengið að
vinna. Þeir fara með mig eins
og múlasna . . . Hann nísti
tönnum. Og mamma þurfti endi-
lega að kjafta frá.
Jæja, hann varð víst að láta
hann Hawkins gamla fá þessa
tvo dollara. En það var sama
og að selja skammbyssuna. Og
byssuna vildi hann eiga. Fimm-
tíu dollara fyrir dauðan múl-
asna.
Hann bylti sér og fór að
hugsa um þegar hann hleypti
af skammbyssunni. Hann varð
gripinn ákafri löngun að skjóta
aftur með henni. Ur því að aðr-
ir geta skotið með byssu, þá
hlýt ég fjandakornið að geta
það líka! Hann lá kyrr og hlust-