Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 97
NÆSTUM FULLORÐINN
95
Hann hélt af stað eftir veg-
inum, í áttina að járnbrautinni.
Hann tók sér stöðu við brautar-
teinana og spennti vöðvana.
Þarna er hún að koma fyrir
beygjuna . . . Hertu á þér, sila-
keppurinn þinn! Hertu á þér!
Hann hélt hendinni um skamm-
byssuna; hann fann til einhvers
titrings fyrir bringspölunum.
Svo fór lestin að þjóta framhjá,
og það skrölti og glamraði í
gráu og brúnu vöruvögnunum.
Hann kreisti höndina um byss-
una; svo kippti hann hendinni
upp úr vasanum. Þetta myndi
Bill aldrei þora! Þetta . . .
Vagnarnir runnu framhjá, einn
af öðrum, stál urgaði við stál.
1 nótt skal ég fara með þér, það
skal ég sannarlega gera! Hann
var allur funheitur. Hann hik-
aði aðeins andartak; svo tók
hann stökk og náði taki, klifr-
aði upp á vagnþakið og lagðist
endilangur. Hann þreifaði á vas-
anum; jú, skammbyssan var í
honum. Framundan glampaði á
brautarteinana í tunglskininu,
þeir lágu burt, eitthvað burt,
eitthvað þangað sem hann gat
orðið fullorðinn maður . . .
Ábyrgvr.
Maður nokkur kom í stóra skrifstofu og sagði við ungan pilt
sem þar var inni: „Hver er ábyrgur hér?“
Pilturinn svaraði: „Ef þér eigið við þann sem alltaf fær
skammirnar ef eitthvað fer aflaga hér á skrifstofunni, þá er
það ég.“
— Carrefour.
★
Bóndi nokkur reið einu sinni Hvítá í vexti. Hann fékk hrakn-
ingu mikla í ánni og kom alvotur heim.
Kona hans fáraðist mjög um, hvernig maður hennar væri til
reika, er hann kom heim.
Bóndi þagði lengi, þangað til hann sagði:
„Þegjandi hefði Hvitá tekið á móti mér.“
— Islenzk fyndni, XIII.
~k
Rakarinn: „Af hverju ertu svona óhreinn á höndunum, dreng-
ur ?“
Rakaraneminn: „Það hefur enginn beðið um hárþvott í
morgun."
— Toledo Blade.
★
Eiginkona (um miðja nótt): Henry, ég er viss um að einhver
er að læðast upp stigann."
Eiginmaðurinn: „Guðs sé lof að það er ekki ég.“
— Liverpool Echo.