Úrval - 01.12.1952, Page 98

Úrval - 01.12.1952, Page 98
Saga eftir W. Somerset Maugham. AÐ var jafnan venja Henry Garnets að bregða sér í klúbbinn og spila bridge áður en hann fór heim til að snæða miðdegisverðinn. Það var gam- an að spila við hann. Hann var góður spilamaður og maður gat verið viss um, að hann spilaði ekki af sér. Hann kunni að tapa; og þegar hann vann, þakkaði hann það gjarnan fremur heppni sinni en góðri spilamennsku. Hann var mesta gæðablóð, og ef spilanautur hans gerði skyssu, var hann vís til að bera í bætifláka fyrir hann. Þess- vegna var það furðulegt, að hann skyldi í þetta skipti veitast harkalega að spilanaut sínum og viðhafa þau orð, að hann hefði aldrei séð jafn klaufalega haldið á spilum; og enn furðu- legra var að sjá hann gera kór- villu sjálfan, villu, sem enginn hefði trúað að honum gæti orðið á, og bregðast síðan reiður við og berja höfðinu við steininn, þegar honum var bent á skyss- una. En spilafélagar hans voru allt gamlir kunningjar, og þeir tóku gremju hans ekíri hátíð- lega. Henry Garnet stundaði verðbréfaverzlun, var hluthafi í þekktu fyrirtæki, og einum þeirra datt í hug, að hann kynni að hafa áhyggjur út af einhverj- um verðbréfaviðskiptum. „Hvernig er markaðurinn í dag?“ „Ágætur. Jafnvel landeyður og letingjar græða.“ Það var auðséð, að gremja Henry Garnets stafaði ekki af verðbréfasviðskiptum eða þess háttar; en þó var eitthvað að, það leyndi sér ekki. Hann var f jörmikill náungi og stálhraust- ur; hann var í góðum efnum og unni konu sinni og börnum. Venjulega var hann kátur og hló dátt að vitleysunum, sem þeir sögðu yfir spilunum; en í dag var hann þungbúinn og þögull. Hann hnyklaði brúnirnar og það voru gremjudrættir kring um munninn. Til þess að vinna bug á drunganum, braut loks einn þeirra upp á umræðuefni, sem allir vissu að Henry Garnet var ljúft að ræða. „Hvernig líður drengnum þín- um, Henry? Hann stóð sig vel í keppninni, eftir því sem ég hef heyrt.“ Henry Garnet varð enn þung- búnari á svipinn. „Ekki betur en ég bjóst við.“ „Hvenær kemur hann heim frá Monte?“ „Hann kom í gærkvöldi.“
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.