Úrval - 01.12.1952, Qupperneq 98
Saga eftir W. Somerset Maugham.
AÐ var jafnan venja Henry
Garnets að bregða sér í
klúbbinn og spila bridge áður
en hann fór heim til að snæða
miðdegisverðinn. Það var gam-
an að spila við hann. Hann var
góður spilamaður og maður gat
verið viss um, að hann spilaði
ekki af sér. Hann kunni að tapa;
og þegar hann vann, þakkaði
hann það gjarnan fremur heppni
sinni en góðri spilamennsku.
Hann var mesta gæðablóð, og
ef spilanautur hans gerði
skyssu, var hann vís til að bera
í bætifláka fyrir hann. Þess-
vegna var það furðulegt, að hann
skyldi í þetta skipti veitast
harkalega að spilanaut sínum
og viðhafa þau orð, að hann
hefði aldrei séð jafn klaufalega
haldið á spilum; og enn furðu-
legra var að sjá hann gera kór-
villu sjálfan, villu, sem enginn
hefði trúað að honum gæti orðið
á, og bregðast síðan reiður við
og berja höfðinu við steininn,
þegar honum var bent á skyss-
una. En spilafélagar hans voru
allt gamlir kunningjar, og þeir
tóku gremju hans ekíri hátíð-
lega. Henry Garnet stundaði
verðbréfaverzlun, var hluthafi í
þekktu fyrirtæki, og einum
þeirra datt í hug, að hann kynni
að hafa áhyggjur út af einhverj-
um verðbréfaviðskiptum.
„Hvernig er markaðurinn í
dag?“
„Ágætur. Jafnvel landeyður
og letingjar græða.“
Það var auðséð, að gremja
Henry Garnets stafaði ekki af
verðbréfasviðskiptum eða þess
háttar; en þó var eitthvað að,
það leyndi sér ekki. Hann var
f jörmikill náungi og stálhraust-
ur; hann var í góðum efnum
og unni konu sinni og börnum.
Venjulega var hann kátur og hló
dátt að vitleysunum, sem þeir
sögðu yfir spilunum; en í dag
var hann þungbúinn og þögull.
Hann hnyklaði brúnirnar og það
voru gremjudrættir kring um
munninn. Til þess að vinna bug
á drunganum, braut loks einn
þeirra upp á umræðuefni, sem
allir vissu að Henry Garnet var
ljúft að ræða.
„Hvernig líður drengnum þín-
um, Henry? Hann stóð sig vel
í keppninni, eftir því sem ég hef
heyrt.“
Henry Garnet varð enn þung-
búnari á svipinn.
„Ekki betur en ég bjóst við.“
„Hvenær kemur hann heim
frá Monte?“
„Hann kom í gærkvöldi.“