Úrval - 01.12.1952, Page 102

Úrval - 01.12.1952, Page 102
100 tJRVAL ið til um uppástungu Brabazons ofursta, að hann gat ekki setið á sér að segja konunni sinni frá henni. „Að hugsa sér, að Nikki skuli vera orðinn svona góður. Hann sagðist hafa séð hann leika og sér litist vel á hann. Hann vant- ar ekkert nema æfingu til þess að komast í fremstu röð. Við eigum eftir að sjá piltinn taka þátt í Wimbledonkeppninni, góða mín.“ Sér til undrunar komst hann að raun um, að frú Garnet var ekki eins andvíg uppástungunni og hann hafði buizt við. „Drengurinn er þó orðinn átján ára. Nikki hefur aldrei lent í neinu misjöfnu hingað til og það er engin ástæða til að ætla, að hann lendi frekar í því núna.“ „Það verður að taka tillit til námsins; þú mátt ekki gleyma því. Ég held að það væri slæmt fordæmi að láta hann fá frí áð- ur en skólaárið er úti.“ „Hvað gerir til með þrjá daga ? Mér finnst synd, að ræna hann svona góðu tækifæri. Ég er viss um að hann myndi gleypa við þessu, ef þú spyrðir hann.“ „Það getur verið, en ég geri það bara ekki. Ég lét hann ekki fara til Cambridge til þess að leika tennis. Ég veit að hann er stilltur, en það er heimskulegt að freista hans. Hann er allt of ungur til að fara einn síns liðs til Monte Carlo.“ „Þú segir, að hann muni ekk- ert geta á móti þessum meistur- um, en hver veit?“ Henry Garnet andvarpaði. Þegar hann var á leiðinni heim í bílnum, hafði hann allt í einu munað eftir því, að Austin var fremur heilsutæpur og að von Cramm var stundum illa upp- lagður. Setjum svo, að heppnin yrði með Nikka að þessu leyti — þá var enginn vafi á því, að hann yrði valinn til að leika fyrir Cambridge. En auðvitað var þetta tóm vitleysa. „Þetta þýðir ekki neitt, góða mín. Ég hef tekið ákvörðun og ætla mér ekki að breyta henni.“ Prú Carnet hélt málinu ekki til streitu. En daginn eftir skrif- aði hún Nikka, skýrði honum frá því sem komið hafði fyrir og gaf honum ábendingu um hvað hún myndi. gera í hans spor- um, ef hann langaði að fara og vildi fá samþykki föður síns. Einum eða tveim dögum seinna fékk Henry Garnet bréf frá syni sínum. Hann var að springa af æsingu. Hann var búinn að tala við kennara sinn, sem var líka tennisleikari, og einnig við skóla- stjórann, sem þekkti Brabazon ofursta, og hvorugur hafði neitt við það að athuga, þó að hann færi fyrir lok skólaársins; þeir voru báðir þeirrar skoðunar, að svona tækifæri mætti ekki sleppa. Hann gat ekki skilið, að það hefði neitt illt í för með sér, þó að faðir hans léti þetta einti sinni, aðeins einu sinni, eftir
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116

x

Úrval

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Úrval
https://timarit.is/publication/1841

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.